Hjúkrunarfræðingur - dagvinna á göngudeild húð- og kynsjúkdóma
Laus er til umsóknar staða hjúkrunarfræðings á göngudeild húð- og kynsjúkdóma í Fossvogi. Starfshlutfall er 70-100%, vinnutími er virka daga kl. 8-16. Vinnuvika í fullu starfi er 36 klukkustundir. Starfið er laust nú þegar, eða samkvæmt samkomulagi.
Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt. Samvinna er til fyrirmyndar í 15 manna samhentum hópi hjúkrunarfræðinga, lækna, ritara og sjúkraliða.
Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.
- Skipulagning, meðferð og fræðsla um húð- og kynsjúkdóma
- Þátttaka í þróun hjúkrunar og þverfaglegri teymisvinnu innan deildar
- Önnur verkefni í samráði við deildarstjóra
- Jákvætt viðhorf, frumkvæði og góð samskiptahæfni
- Hæfni og áhugi á teymis- og verkefnavinnu
- Faglegur metnaður og sjálfstæði í starfi
- Góð íslenskukunnátta í mæltu og rituðu máli
- Íslenskt hjúkrunarleyfi skilyrði
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarfræðingur, hjúkrun, teymisvinna
Tungumálahæfni: íslenska 3/5