Leiðtogi iðjuþjálfaþjónustu á barna- og unglingageðdeild Landspítala
Við leitum að leiðtoga til að leiða starf iðjuþjálfa á barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL). Í boði er fjölbreytt og líflegt starf og tækifæri til að öðlast víðtæka þekkingu innan fagsins og margvíslegum möguleikum á starfsþróun. Á BUGL er markvisst unnið að umbótum og framþróun. Margvísleg tækifæri eru til að dýpka þekkingu sína í greiningu og meðferð algengra geðraskana.
Um er að ræða fullt starf fyrir reyndan iðjuþjálfa sem hefur áhuga á að vera leiðtogi og að leiða gæðastarf ásamt því að brenna fyrir málefnum barna og unglinga með samsettan, fjölþættan vanda og fjölskyldna þeirra Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Verkefnastjóri iðjuþjálfa á BUGL heyrir undir deildarstjóra faghópa á BUGL og er litið svo á að fagstjórn sé hluti af starfi og eigi ekki að taka meiri tíma en sem nemur 20 % af vinnutíma viðkomandi. Það sem út af stendur verður nýtt í klínísk verkefni.
Á BUGL er tekið á móti börnum upp að 18 ára aldri sem eiga við geðheilsuvanda að stríða. Þar er veitt sérhæfð þverfagleg þjónusta sem miðar að þörfum barna og fjölskyldna þeirra. Góð samvinna er við fagaðila í nærumhverfi.
Iðjuþjálfi starfar samkvæmt starfslýsingu en meginhlutverk er að meta þörf á iðjuþjálfun, ráðgjöf og þjálfun til barns/unglings, foreldra og skóla. Helsta ráðgjöfin snýr að Sensory Profile, daglegum venjum og dagskipulagi, markmiðasetningu og fl. Einnig er þátttaka og færni varðandi skólaumhverfið, félagsfærni, tómstundir og áhugamál skoðuð. Hluti af starfinu fellst í hópþjálfun, svo sem virkni- og samfélagshópum.
Iðjuþjálfar á BUGL starfa á öllum einingum BUGL, bæði göngu, dag-og legudeild.
Á Landspítala starfa um 45 iðjuþjálfar í þverfaglegum teymum og í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir. Lögð er rík áhersla á að taka vel á móti nýjum starfsmönnum og veitt er góð aðlögun. Velkomið að kíkja í heimsókn, áhugasamir hafið samband við Guðlaugu María Júlíusdóttur, deildarstjóri faghópa í tölvupóstfangið gudljul@landspitali.is.
- Er faglegur leiðtogi sem er í reglulegu samtali við iðjuþjálfa og aðstoðarmenn þeirra um nýjungar í faginu, helstu rannsóknir sem varða málaflokkinn og hvað annað sem nýtist faghópnum í að veita framúrskarandi þjónustu
- Tekur ábyrgð á umbótaverkefnum og innra gæðastarfi iðjuþjálfaþjónustunnar
- Að leiða og sinna klínískum verkefnum á sinni starfseiningu og taka virkan þátt í þverfaglegri teymisvinnu.
- Að samræmi við klínískar leiðbeiningar og fyrirmyndarvinnubrögð (e. best practice) iðjuþjálfa við greiningu, kortlagningu, meðferð og árangursmat. Auk þess þátttaka í faglegum verkefnum og gæðastarfi á sinni starfseiningu.
- Að skipuleggja og taka þátt í rannsóknum, fræðslustarfi og starfsþjálfun eins og við á
- Miðlun þekkingar iðjuþjálfa og rannsóknarniðurstaða í starfi sínu
- Önnur störf sem heyra undir starfsemi BUGL
- B.Sc próf í iðjuþjálfun
- Íslenskt starfsleyfi sem iðjuþjálfi
Brennandi áhugi á veitingu geðheilbrigðisþjónustu við börn og fjölskyldur - Leiðtogahæfni og jákvætt hugarfar
- Framúrskarandi færni í samskiptum og teymisvinnu
- Faglegur metnaður, frumkvæði og sjálfstæði
- Geta til að leiða umbótastarf og flókin klínísk verkefni
- Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
- Góð tölvukunnátta, geta til að læra nýjungar
- Góð íslenskukunnátta í mæltu og rituðu máli
- Kunnátta í tungumáli stórra samfélagshópa á Íslandi sem eiga íslensku ekki að móðurmáli er kostur
- Hreint sakavottorð
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Umsækjendur skulu framvísa nýju sakavottorði áður en til ráðningar getur komið, sbr. meginreglur laga um barnavernd sem m.a. koma fram í 2. mgr. 36. gr. laga nr. 80/2002.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Iðjuþjálfi
Tungumálahæfni: íslenska 4/5 - 5/5