Sótthreinsitæknir á skurðstofur Fossvogi
Við óskum eftir sótthreinsitækni til starfa á skurðstofur Landspítala við Fossvog. Starfið er dagvinnustarf með breytilegum vinnutíma og bakvöktum um helgar. Ráðið er í starfið sem fyrst, eða eftir nánari samkomulagi. Starfshlutfall er 80-100%.
Á deildinni eru 8 skurðstofur sem þjóna 5 sérgreinum og árlega eru framkvæmdar þar um 6000 aðgerðir. Á deildinni starfa um 90 einstaklingar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sótthreinsitæknar, skrifstofumenn og sérhæfðir starfsmenn við fjölbreytt og krefjandi verkefni, sem unnin eru í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum. Gagnreynd þekking, viðurkenndir verkferlar, öryggi sjúklinga og teymisvinna eru höfð í fyrirrúmi. Í boði er einstaklingsaðlöguð þjálfun eftir þörfum hvers og eins á skemmtilegum vinnustað.
- Þrif og umhirða verkfæra eftir skurðaðgerðir, ýmist á hreinu eða óhreinu skoli
- Þrif á svæfingavélum og verkfærum eftir svæfingar
- Samskipti við dauðhreinsunardeild á Tunguhálsi
- Frágangur á vörum, líni og fleiri tilfallandi verkefni
- Menntun sem sótthreinsitæknir
- Íslenskukunnátta, gott vald bæði í mæltu og rituðu máli
- Áreiðanleiki
- Góð samskiptahæfni og hæfni í teymisvinnu
- Skipulagni og sjálfstæði í vinnubrögðum
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá auk kynningarbréfs. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, sótthreinsitæknir.
Tungumálahæfni: íslenska 4/5