Hjúkrunarfræðingur - Dagdeild skurðlækninga Hringbraut
Við sækjumst eftir hjúkrunarfræðingi sem hefur áhuga á spennandi og fjölbreyttri hjúkrun í framsæknu starfsumhverfi. Starfshlutfall er 80-100%, vinnuskipulag er dagvinna og er unnið á tvískiptum vöktum. Starfið er laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.
Á dagdeild skurðlækninga er frábær starfsandi og metnaður til að ná árangri. Á deildinni er tekið á móti sjúklingum sem fara í dagaðgerðir ásamt undirbúningi sjúklinga fyrir stærri aðgerðir, s.s. aðgerða á kviðarholi, þvagfærum, hjarta- og brjóstholi og augum. Vaxandi starfsemi er móttaka bráðasjúklinga frá bráðamóttöku í Fossvogi, öðrum sjúkrahúsum, göngudeildum og að heiman. Einnig sjúklingum sem þurfa á styttri meðferð að halda og geta farið heim samdægurs, t.d. eftir lyfjagjöf, verkjameðferð, ástungur og aftöppun á vökva í kviðarholi. Opnunartími deildar er frá 07:00 til 20:00 virka daga.
Á deildinni starfar öflugur hópur hjúkrunarfræðinga sem getur miðlað mikilli þekkingu og reynslu og starfið gefur góða möguleika á starfsþróun. Áhersla er lögð á að taka vel á móti nýju samstarfsfólki og að veita góða og markvissa aðlögun.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
- Hjúkrun dagdeildarsjúklinga
- Undirbúningur legudeildarsjúklinga
- Móttaka bráðasjúklinga
- Skipuleggja og veita fræðslu til sjúklinga og aðstandenda
- Þátttaka í teymisvinnu
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Faglegur metnaður, frumkvæði og ábyrgð í starfi
- Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, hjúkrunarfræðingur, hjúkrun, teymisvinna
Tungumálahæfni: íslenska 3/5