Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar í Blóðbankanum
Við leitum eftir metnaðarfullum og framsæknum hjúkrunarfræðingi í starf aðstoðardeildarstjóra hjúkrunar í Blóðbankanum. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á stjórnun, búa yfir afburða samskiptahæfni og hafa hæfni til að takast á við breytingar. Aðstoðardeildarstjóri starfar náið með deildarstjóra og fylgir eftir ákvörðunum um skipulag hjúkrunar og verklag á deild sem og innleiðingu nýjunga er stuðla að auknum gæðum, gagnreyndum starfsháttum og öryggi blóðgjafa.
Aðstoðardeildarstjóri er virkur þátttakandi í stjórnendateymi deildarinnar í ýmsum verkefnum tengdum stjórnun, rekstri, þjónustu og mannauði. Starfið felur í sér mikla teymisvinnu þar sem unnið er í góðu samstarfi við þverfagleg teymi og fjölmargt annað fagfólk spítalans. Í boði er spennandi og áhugavert starf og mikil tækifæri til faglegrar þróunar. Starfshlutfall er 100% og er starfið laust frá 1. febrúar 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
Blóðbankinn sinnir m.a. söfnun blóðs og stofnfrumna, blóðhlutavinnslu, geymslu blóðhluta, blóðflokkunum, afgreiðslu blóðhluta og gæðaeftirliti. Í Blóðbankanum starfa um 60 einstaklingar, hjúkrunarfræðingar, náttúrufræðingar, lífeindafræðingar, læknar og skrifstofufólk og er Blóðbankinn eini sinnar tegundar á landinu. Þar er unnið samkvæmt vottuðu gæðakerfi og er markmið alls starfsfólks að viðhalda gæðakerfinu og vinna í samræmi við hlutverk og stefnu Blóðbankans.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
- Vinnur í samráði við deildarstjóra Blóðbankans að skipulagningu á starfsemi deildar, þ.m.t. gerð vaktaskýrslu með vaktasmið
- Ber ábyrgð á verkefnum sem deildarstjóri Blóðbankans felur honum samkvæmt sérstakri verkefnalýsingu
- Er leiðandi í öryggis- og gæðastarfi og öðru umbótastarfi sem stuðlar að bættri þjónustu við blóðgjafa og framþróun í faginu
- Ber ábyrgð á starfsemi, mönnun og rekstri deildar í fjarveru og í samráði við deildarstjóra Blóðbankans
- Er ábyrgur fyrir skipulagningu og framkvæmd blóðsöfnunar í fjarveru deildarstjóra Blóðbankans
- Vinnur náið með deildarstjóra Blóðbankans að mótun liðsheildar
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Starfsreynsla sem hjúkrunarfræðingur
- Stjórnunarþekking og leiðtogahæfni
- Jákvætt viðhorf og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Þjónustulund, sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Áhugi og hæfni til að takast á við breytingar og færni í teymisvinnu
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Góð tölvufærni
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Heilbrigðisþjónusta, hjúkrunarfræðingur, hjúkrun, aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar, stjórnunarstarf,
Tungumálahæfni: íslenska 4/5, enska 3/5