Sálfræðingur í þunglyndis- og kvíðateymi geðþjónustu
Sálfræðiþjónusta Landspítala vill ráða til starfa metnaðarfullan og sjálfstæðan sálfræðing með góða samskiptafærni og áhuga á fjölbreyttu starfi í þverfaglegu umhverfi.
Í þunglyndis- og kvíðateyminu (ÞOK) starfar þverfaglegur hópur heilbrigðisstarfsfólks. Teymið sinnir greiningu og meðferð fyrir fólk sem er að takast á við alvarlegar kvíðaraskanir og þunglyndi ásamt því að sinna mismunagreiningu þegar um er að ræða fjölþættan geðvanda og þörf á að meta þjónustuþarfir.
Um er að ræða faglega krefjandi starf á spennandi vettvangi fyrir sálfræðinga sem hafa áhuga á nýsköpun og framþróun í starfi. Landspítali er þverfaglegur vinnustaður og býður upp á líflegt starfsumhverfi.
Hjá Sálfræðiþjónustu Landspítala starfa um 80 sálfræðingar í ólíkum þverfaglegum teymum á ýmsum deildum spítalans. Sálfræðiþjónustan er í stöðugri framþróun og unnið að fjölbreyttum umbótaverkefnum. Margvísleg tækifæri til að dýpka þekkingu í greiningu og meðferð. Lögð áhersla á að sálfræðingar á Landspítala fái handleiðslu og símenntun í faginu.
Ráðið er í starfið frá 1. mars 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
- Greining, mat og meðferð á geðrænum vanda, gagnreynd sálfræðimeðferð og ráðgjöf
- Einstaklings- og hópmeðferð
- Námskeiðahald, ráðgjöf og fræðsla
- Handleiðsla og þjálfun nema í klínískri sálfræði í samræmi við reynslu
- Þátttaka í þróun og uppbyggingu Sálfræðiþjónustu Landspítala
- Þáttaka í þróun og uppbyggingu á þverfaglegri teymisvinnu
- Íslenskt starfsleyfi sálfræðings
- Þekking og reynsla af sálfræðilegri greiningu og sálmeinafræði
- Þekking og reynsla af gagnreyndum aðferðum s.s. hugrænni atferlismeðferð
- Áhugi á að vinna í umhverfi spítala og mjög góð samskiptafærni
- Hæfni til að vinna sjálfstætt og sýna frumkvæði
- Reynsla af þáttöku í þverfaglegri teymisvinnu heilbrigðisstétta æskileg
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Sálfræðingur, teymisvinna
Tungumálahæfni: íslenska 4/5