Sumarstörf 2025 - Þjónustuver og móttökur
Landspítali auglýsir laus til umsóknar sumarstörf í þjónustuveri spítalans. Starfið felst í símsvörun, netspjalli og ritara- og skráningarverkefnum. Viðkomandi þarf að vera þjónustulipur, með góða samskiptahæfni og sjálfstæður í starfi, með góða tölvukunnáttu og fljótur að læra og tileinka sér hlutina. Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði.
Þjónustuver og móttökur heyrir undir fasteigna- og umhverfisþjónustu sem tilheyra rekstrar- og mannauðssviði. Þjónustuver og móttökur er þjónustulunduð deild þar sem fjöldi starfsfólks er í kringum 20. Deildin sinnir annars vegar símsvörun og hins vegar móttökustörfum en saman vinnum við að fjölbreyttri og mikilvægri þjónustu við deildir, sjúklinga og gesti spítalans. Unnið er í náinni samvinnu við öryggisþjónustu innan vaktmiðstöðvar ásamt því að fylgjast með öryggis- og eftirlitskerfum spítalans. Starfsfólk starfar eftir þjónustustefnu þar sem markmiðið er að vera til fyrirmyndar í þjónustu. Við bjóðum gefandi starf hjá traustum vinnuveitanda, góðan starfsanda, gott mötuneyti og styttri vinnuviku.
Leitast er eftir fólki í 75-100% vaktavinnu. Unnið er á 8 tíma vöktum, dag og kvöld virka daga, og 12 tíma vöktum um helgar. Ekki eru unnar næturvaktir. Vinnuvika í fullri vaktavinnu er 36 stundir en getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmið með styttingu vinnuvikunnar er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf, þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari.
- Símsvörun og upplýsingagjöf til viðskiptavina og starfsmanna Landspítala
- Svörun fyrirspurna og upplýsingagjöf í netspjalli
- Ýmis ritara- og skráningarverkefni o.fl. verkefni fyrir deildir spítalans
- Önnur tilfallandi verkefni í samráði við teymisstjóra
- Framúrskarandi þjónustulund, jákvæðni og góð samskiptahæfni
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Önnur tungumálakunnátta kostur
- Lausnamiðuð nálgun
- Geta til að starfa sjálfstætt og í teymum
- Stúdentspróf er æskilegt
- Einstaklingur þarf að hafa náð 20 ára aldri að lágmarki
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 7000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: þjónustustörf, afgreiðsla, sumarstarf, símaver, móttaka