Heilbrigðisgagnafræðingur - fjölbreytt starf á Barna- og unglingageðdeild
Barna-og unglingageðdeild (BUGL) auglýsir eftir liðsmanni í samhentan, fjölfaglegan hóp starfsfólks á BUGL Í boði er fjölbreytt og líflegt starf með tækifærum til starfsþróunar. Um er að ræða dagvinnu og er starfið laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.
Á BUGL er unnið með börnum upp að 18 ára aldri sem eiga við geðheilsuvanda að stríða. Þar er veitt sérhæfð þverfagleg þjónusta sem miðar að þörfum barna og fjölskylda þeirra. Mikið er um samvinnu við fagaðila í nærumhverfi.
Við leitum eftir jákvæðum og metnaðarfullum heilbrigðisgagnafræðingi til að sinna fjölbreyttum störfum við umsýslu sjúkragagna, gæðaeftirlit og þverfaglegri teymisvinnu. Heilbrigðisgagnafræðingar eru lykilstarfsfólk á BUGL og þeirra framlag í daglegum störfum er mikils metið.
- Þátttaka í þverfaglegri vinnu teyma á BUGL
- Gagnavinnsla og umsýsla rafrænna sjúkraskráa og vinnulista
- Móttaka, umsýsla og afhending gagna
- Samskipti við foreldra og aðra sem koma að málefnum barna í þjónustu BUGL
- Þátttaka í gæða- og umbótaverkefnum
- Önnur verkefni í samráði við yfirmann
- Íslenskt starfsleyfi sem heilbrigðisgagnafræðingur
- Faglegur metnaður, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Afburða samskiptahæfni, jákvætt viðmót, metnaður og áhugi á að starfa í þverfaglegu starfsumhverfi.
- Færni til að vinna sjálfstætt, skipuleggja og forgangsraða verkefnum
- Góð tölvukunnátta
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Þekking á Sögu og klínískum kerfum Landspítala¿er¿kostur
- Hreint sakavottorð
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Umsækjendur skulu framvísa nýju sakavottorði áður en til ráðningar getur komið, sbr. meginreglur laga um barnavernd sem m.a. koma fram í 2. mgr. 36. gr. laga nr. 80/2002.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, heilbrigðisgagnafræðingur, skrifstofustörf, móttaka
Tungumálahæfni: íslenska 4/5, enska 4/5