Pípulagningarmaður - Tækniþjónusta Landspítala
Rekstrar- og mannauðssvið Landspítala auglýsir eftir pípara á pípulagningaverkstæði Landspítala. Við leitum að einstakling sem hefur brennandi áhuga á að styðja mikilvæga starfsemi innan tækniþjónustu á Landspítala, einum stærsta vinnustað landsins.
Einingar sem tilheyra tækniþjónustu eru pípulagningaverkstæði, rafmagnsverkstæði og vélaverkstæði sem saman gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki innan sjúkrahússins. Pípulagningaverkstæði ber ábyrgð á rekstri, viðhaldi og eftirliti lagnakerfa, s.s. vatns- og lyfjaloftslagna ásamt nýlögnum og breytingum.
Leitað er að einstakling sem býr yfir lipurð í mannlegum samskiptum og á auðvelt með að vinna sjálfstætt og í teymi. Verkefnin eru fjölbreytt og gefandi og oft unnin við aðstæður sem markast af þeirri þjónustu sem Landspítali veitir.
Starfshlutfall er 100% og er starfið laust samkvæmt samkomulagi.
- Viðhald/eftirlit með lagnakerfum Landspítala
- Dagleg þjónusta við deildir Landspítala
- Bakvaktaþjónusta pípulagnaverkstæðis
- Þátttaka í gæða- og umbótastarfi
- Önnur tilfallandi verkefni í samráði við teymisstjóra
- Sveinspróf í pípulögnum er skilyrði
- Meistararéttindi kostur
- Reynsla af rekstri lagnakerfa kostur
- Lipurð í mannlegum samskiptum
- Þjónustulund, jákvætt og lausnamiðað viðmót
- Skipulagshæfni
- Góð tölvuþekking
- Ökuréttindi
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 7000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: pípari, pípulagningarmaður