Umönnunarstarf á endurhæfingardeild Landakoti
Við leitum eftir áhugasömum einstaklingi sem hefur ánægju af samstarfi við aldraða. Í boði er gefandi starf fyrir þann sem vill taka þátt í meðferð og endurhæfingu aldraðra þar sem markmiðið er að auka lífsgæði og færni til athafna daglegs lífs.
Á deildinni starfa um 60 einstaklingar í þverfaglegu teymi og tækifæri eru til að vaxa í starfi. Markvisst er unnið að umbótum og framþróun. Landkot er staðsett í rólegu og rótgrónu hverfi miðsvæðis í Reykjavík, andinn í húsinu er einstakur og nálægð við mannlíf Miðborgarinnar er kostur eftir góða vinnudaga.
Starfshlutfall er umsemjanlegt, 60-100% og unnið er í vaktavinnu. Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
- Umönnun einstaklinga í samvinnu við aðra fagaðila
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Þátttaka í þróun og umbótum í starfsemi deildarinnar
- Reynsla af umönnun æskileg
- Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni
- Hæfni og geta til að starfa í teymi
- Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Öllum umsóknum verður svarað.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, endurhæfing, umönnun,
Tungumálahæfni: íslenska 4/5