Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar óskast á Laugarásinn meðferðargeðdeild
Laugarásinn meðferðargeðdeild auglýsir starf aðstoðardeildarstjóra laust til umsóknar. Leitað er eftir öflugum liðsmanni í fjölbreytt, krefjandi og skapandi starf á góðum vinnustað.
Laugarásinn er sérhæfð meðferðargeðdeild fyrir einstaklinga á aldrinum 18-35 ára sem hafa nýlega greinst með geðrofssjúkdóm. Deildin skiptist í dagdeild og legudeild og sinnir um 100 einstaklingum hverju sinni. Starfsemi Laugarássins er í stöðugri þróun og er áhersla lögð á einstaklingsmiðaða þjónustu og virkt samstarf við aðstandendur. Á deildinni starfa um 40 manns og einkennist samstarfið af þverfaglegri nálgun, krefjandi greiningarvinnu og góðum starfsanda. Á deildinni er sérstök áhersla lögð á starfsþróun, m.a. fær starfsfólk þjálfun og handleiðslu í áhugahvetjandi samtalstækni og grunnþáttum hugrænnar atferlismeðferðar. Einnig er vikuleg starfsmannafræðsla og handleiðsla. Mikið er lagt upp úr virku umbótastarfi og lögð er áhersla á virka þátttöku hjúkrunarfræðinga og annarra fagstétta þegar kemur að því að þróa og bæta þjónustuna.
Starfshlutfall er 100% og er fyrst og fremst um dagvinnu að ræða, ásamt því að bakvaktir tilheyra starfinu eftir sex mánaða reynslutíma. Starfið er laust frá 1. mars 2025 eða eftir samkomulagi. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Lilju Dögg, hjúkrunardeildarstjóra.
- Vinnur í samráði við hjúkrunardeildarstjóra að skipulagningu á starfsemi deildar
- Ber ábyrgð á verkefnum sem hjúkrunardeildarstjóri felur honum samkvæmt sérstakri verkefnalýsingu
- Er leiðandi í klínísku starfi, öryggis- og gæðastarfi og öðru umbótastarfi sem stuðlar að bættri þjónustu og framþróun í hjúkrun
- Virk þátttaka í málastjórn og þverfaglegri þjónustu fyrir þjónustuþega og í þjónustu fyrir aðstandendur
- Ber ábyrgð á starfsemi, mönnun og rekstri deildar í fjarveru og í samráði við hjúkrunardeildarstjóra
- Er ábyrgur fyrir skipulagningu og framkvæmd hjúkrunar í fjarveru hjúkrunardeildarstjóra
- Vinnur náið með hjúkrunardeildarstjóra að mótun liðsheildar
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Starfsreynsla sem hjúkrunarfræðingur
- Einlægur áhugi á geðhjúkrun og að vinna með ungu fólki og fjölskyldum þeirra er skilyrði
- Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
- Reynsla af stjórnun er kostur
- Viðbótarmenntun sem nýtist í starfi er kostur
- Jákvætt hugarfar og framúrskarandi samskiptahæfni skilyrði
- Færni til að vinna sjálfstætt, skipuleggja og forgangsraða verkefnum
- Metnaður og áhugi á að starfa í þverfaglegu teymi
- Leiðtogahæfni og umbótamiðuð hugsun
- Góð tölvukunnátta og færni í skráningu
- Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Í umsóknarform skal skrá inn upplýsingar um fyrri störf, menntun og hæfni, félagsstörf og umsagnaraðila.
Nauðsynleg fylgiskjöl:
- Ferilskrá ásamt kynningarbréfi
- Vottað afrit af prófskírteinum og starfsleyfi
Fylgiskjöl skulu vera á PDF formi
Ákvörðun um ráðningu í starfið byggist á innsendum gögnum og viðtölum. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, hjúkrunarfræðingur, hjúkrun, aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar, stjórnunarstarf
Tungumálahæfni: íslenska 4/5