Sumarstörf 2025 við umönnun á B-4 Fossvogi
Við leitum eftir jákvæðum og lífsglöðum einstaklingum sem hafa áhuga á að hjúkra öldruðum. Starfið hentar vel hjúkrunarnemum og sjúkraliðanemum.
Bráðaöldrunarlækningadeild B-4 í Fossvogi er 20 rúma bráðadeild og fer þar fram greining og meðferð bráðra sjúkdóma hjá öldruðum. Á deildinni starfa um 60 einstaklingar í þverfaglegu teymi. Lögð er áhersla á góð samskipti við sjúklinga, fjölskyldur þeirra og samstarfsfólk á deild.
Vinnutími og starfshlutfall er eftir samkomulagi og dagvinna kemur vel til greina. Við tökum vel á móti nýliðum og veitum góða aðlögun. Áhugasamir hafi samband við Sigríði Lóu Rúnarsdóttur, aðstoðardeildarstjóra. Það er velkomið að kíkja í heimsókn.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir sem getur orðið enn minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
- Umönnun einstaklinga í samvinnu við aðra fagaðila
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni
- Áhugi á hjúkrun aldraðra
- Íslenskukunnátta áskilin
- Reynsla af þjónustustarfi eða starfi á heilbrigðisstofnun kostur
- Einstaklingur þarf að hafa náð 18 ára aldri að lágmarki
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, hjúkrunarnemi, sjúkraliðanemi, sérhæfður starfsmaður
Tungumálahæfni: íslenska 3/5