Hjúkrunarfræðingur á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild 12G við Hringbraut. Hjúkrun skjólstæðinga deildarinnar er mjög fjölbreytt og krefjandi og snýr að einstaklingum sem farið hafa í aðgerðir vegna sjúkdóma í hjarta og lungum. Einnig sinnir deildin bráðainnlögnum sem tengjast brjóstholi og einstaklingum með augnsjúkdóma sem þarfnast innlagnar. Ásamt því aðstoðar deildin aðrar sérgreinar eftir þörfum.
Á deildinni er unnið í þverfaglegu teymi og frábær starfsandi ríkir sem og mikill faglegur metnaður. Margvísleg tækifæri eru til að þróa með sér góða þekkingu á hjúkrun brjóstholssjúklinga og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum sem og tækifæri til náms.
Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og veitum góða aðlögun. Unnið er á þrískiptum vöktum, starfshlutfall er samkomulag, allt að 100% og eru störfin laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.
Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.
- Bera ábyrgð, skipuleggja og veita hjúkrunarmeðferð í samræmi við þarfir skjólstæðinga deildarinnar
- Skipuleggja og veita fræðslu til sjúklinga og aðstandenda þeirra
- Virkur þátttakandi í þróun og uppbyggingu verkefna á deild
- Fylgjast með nýjungum í hjúkrun
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
- Sveigjanleiki í starfi
- Áhugi á að starfa í krefjandi og skemmtilegu umhverfi
- Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf, þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, hjúkrunarfræðingur, hjúkrun, teymisvinna
Tungumálahæfni: íslenska 3/5, enska 3/5