Spennandi sumarstörf 2025 á smitsjúkdómadeild fyrir hjúkrunar- og læknanema
Ertu góður liðsmaður og langar þig að starfa í starfsumhverfi þar sem ríkir góður starfsandi og áhersla er á samvinnu, virðingu og jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi?
Laus eru til umsóknar sumarstörf við umönnun fyrir nema í hjúkrunarfræði á öllum námsárum og læknisfræði sem lokið hafa 1.-3. námsári fyrir sumarið 2025.
Smitsjúkdómadeild í Fossvogi er 20 rúma sólarhringsdeild, ætluð sjúklingum með bráð vandamál á sviði lyflækninga. Deildin sérhæfir sig í smitsjúkdómum en sjúklingahópurinn er fjölbreyttur og gefast því góð tækifæri til starfsþróunar og að öðlast fjölþætta reynslu.
Á deildinni starfa um 70 einstaklingar í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum. Starfsandi á deildinni er sérlega góður. Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum einstaklingsmiðaða aðlögun.
- Hjúkrun einstaklinga í samvinnu við aðra fagaðila
- Þátttaka í þróun og umbótum í starfsemi deildar
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Hafa lokið 1. -3. ári í læknisfræði eða eru í námi í hjúkrunarfræði
- Faglegur metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Jákvætt viðhorf, frumkvæði og góðir samskiptahæfileikar
- Hæfni og geta til að vinna í teymi
- Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, hjúkrunarnemi, læknanemi, sérhæfður starfsmaður, umönnun, aðhlynning, teymisvinna, sumarstörf
Tungumálahæfni: íslenska 3/5