Sjúkraliði á Líknardeild
Sjúkraliði óskast til fjölbreyttra og krefjandi starfa í fallegu umhverfi í Kópavogi. Starfshlutfall er samkomulag, vinnufyrirkomulag vaktavinna og er starfið laust nú þegar eða eftir samkomulagi.
Á deildinni starfa um 60 einstaklingar og mikil áhersla er lögð á þverfaglega teymisvinnu. Starfsumhverfið einkennist að miklum faglegum metnaði og góðum starfsanda.
Boðið er upp á fræðslu og starfsaðlögun með reyndum sjúkraliðum. Deildin er fyrir tímabundna innlögn sjúklinga með ólæknandi, langt genginn sjúkdóm og skertar lífslíkur. Markmiðið er að bæta lífsgæði sjúklinga og fjölskyldna þeirra. Á deildinni eru 12 legurými og er starfsemin byggð á hugmyndafræði líknarmeðferðar. Áhersla er lögð á fjölskylduhjúkrun og teymisvinnu.
- Hjúkrun einstaklinga í samvinnu við aðra fagaðila
- Þátttaka í fjölskylduhjúkrun
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Íslenskt starfsleyfi sjúkraliða
- Faglegur metnaður
- Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og afjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Sjúkraliði, hjúkrun, teymisvinna
Tungumálahæfni: íslenska 3/5