Áfyllingar og vörudreifingar fyrir ELMU matsali
Veitingaþjónusta Landspítala óskar eftir þjónustumiðuðum einstaklingi til að taka þátt í umbreytingu á spennandi starfsemi inn í nýja tíma sem framundan eru. Veitingaþjónusta heyrir undir Rekstrar- og mannauðssvið og rekur eitt stærsta framleiðslueldhús á Íslandi, þar sem daglega eru framleiddar um 6.000 einingar fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Deildin rekur einnig 9 matsali og 2 kaffihús undir nafninu ELMA matsalir. Hjá Veitingaþjónustu starfa rúmlega 100 einstaklingar í samhentri deild og fást við fjölbreytt og skemmtileg verkefni.
Megin ábyrgð starfs er að sinna dreifingu á vörum og hráefnum til útstöðva ELMU matsala, þar sem um er að ræða bæði eldaðan mat, rekstrarvörur og endursöluvörur fyrir matsali ELMU. Vörudreifing fer fram frá Hringbraut og Fossvogi alla virka daga og þjónustan nær yfir svæðið frá Tunguhálsi og Kópavogi til vesturbæjar Reykjavíkur. Um er að ræða starf í dagvinnu.
Við leitum að þjónustumiðuðum, áreiðanlegum og sjálfstæðum aðila sem ber ábyrgð á að tryggja óskerta þjónustu við viðskiptavini ELMU með viðhaldi vöruframboðs í kælum og dreifingu matarbakka og vagna í hádegi alla virka daga. Starfið felur einnig í sér umsjón á bifreið og ábyrgð á vörum sem dreift er til matsala.
- Vörudreifing: Dreifa matarbökkum, salati og öðrum vörum til matsala ELMU samkvæmt pöntunum
- Áfylling og viðhald kæla: Fylgja áfyllingarplani fyrir ELMU kæla og tryggja að vöruúrval sé í samræmi við þarfir
- Ábyrgð á bifreið: Notkun sendibíls til að framkvæma dagleg verkefni, þar á meðal viðhald og þrif á bílnum til að tryggja öruggan akstur
- Vörustjórnun: Fylgja fyrst inn, fyrst út (FIFO) hugmyndafræði við röðun vara og tryggja rétta meðhöndlun þeirra
- Mæting við þjónustulokun: Mæta við þjónustulokun og tryggja að allar vörur séu rétt dreifðar og verkefni kláruð á réttum tíma
- Samvinna og aðstoð: Starfsmaður mun einnig aðstoða við ferðir milli útstöðva og önnur verkefni eftir þörfum, með það að markmiði að tryggja að þjónusta ELMU gangi greiðlega
- Bílpróf og reynsla af akstri
- Meirapróf er æskilegt
- Ábyrgð, nákvæmni og góð skipulagshæfni
- Jákvætt viðmót og lausnamiðað viðhorf
- Góð umgengni við og viðhald á bifreiðum
- Jákvætt lífsviðhorf og framúrskarandi samskiptafærni
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Tungumálahæfni: Íslenska 3/5, enska 3/5
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, almennt starf, bílstjóri, veitingaþjónusta, áfyllingar