Hjúkrunarfræðingur - Heimaspítali krabbameinsþjónustu
Heimaspítali krabbameinsþjónustunnar leitar eftir öflugum hjúkrunarfræðingum sem vilja ganga til liðs við okkur. Þjónustan er nýstofnuð og því gott tækifæri til að taka þátt í þróun hennar og uppbyggingu. Hún heyrir undir blóð- og krabbameinslækningadeild 11EG og þar ríkir góður starfsandi sem einkennist af vinnugleði, metnaði, skipulagi og sveigjanleika. Starfshlutfall er samkomulag og er ákjósanlegt að vera í blönduðu starfi í Heimaspítalanum ásamt öðru starfi innan krabbameinsþjónustunnar.
Starfið er laust frá 1. mars 2025 eða samkvæmt samkomulagi. Unnið er á vöktum alla daga frá kl. 8-16 og kl. 15-23. Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og veitum góða aðlögun.
Heimaspítalinn veitir sjúklingum innan krabbameinsþjónustunnar sérhæfða tímabundna þjónustu í heimahúsi, sem alla jafna er veitt inni á spítala. Heimaspítalinn hefur aðsetur inni á blóð- og krabbameinslækningadeild 11EG.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
- Veitir hjúkrun, einkennameðferð, vökva- og lyfjagjafir, þ.m.t. krabbameinslyfja
- Ráðgjöf og stuðningur til einstaklinga og aðstandenda í krabbameinsmeðferðum
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Þátttaka í þróun og uppbyggingu verkefna
- Íslenskt starfsleyfi hjúkrunarfræðings
- Reynsla í krabbameinshjúkrun er skilyrði
- Mjög góð samskiptafærni og góð íslenskukunnátta
- Gild ökuréttindi
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá og kynningarbréf ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarfræðingur, hjúkrun, heimahjúkrun
Tungumálahæfni: íslenska 4/5