Aðstoðardeildarstjóri á myndgreiningardeild
Laust er til umsóknar fullt starf aðstoðardeildarstjóra á myndgreiningardeild Landspítala frá 1. apríl 2025 eða eftir nánara samkomulagi. Um dagvinnu er að ræða.
Starfið er að mestu unnið á Ísótópastofu sem er eining innan myndgreiningarþjónustu, sem samanstendur af myndgreiningardeild og inngrips- og æðaþræðingardeild.
Við leitum eftir framsæknum og dugmiklum leiðtoga sem er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni á deild sem er í stöðugri framþróun og sinnir læknisfræðilegri myndgreiningu og geislavörnum auk meðferðar með geislavirkum sporefnum. Aðstoðardeildarstjóri heyrir undir deildarstjóra myndgreiningardeildar og starfar náið með deildarstjóra, öðrum aðstoðardeildarstjórum, yfirlækni og læknisfræðilegum eðlisfræðingi.
Á myndgreiningarþjónustu starfa á annað hundrað manns. Þar fer fram fjölbreytt starfsemi í þágu þeirra sem nýta sér þjónustu Landspítala. Við leggjum ríka áherslu á jákvæðni, fagmennsku og virðingu gagnvart samstarfsfólki, skjólstæðingum sem og vinnustaðnum öllum auk góðra samskipta.
- Vinnur náið með deildarstjóra að mótun liðsheildar með öðrum aðstoðardeildarstjórum
- Er náinn samstarfsmaður deildarstjóra og annarra aðstoðardeildarstjóra, yfirlæknis og læknisfræðilegs eðlisfræðings og skipuleggur starfsemi ísótópastofu í samráði við samstarfsfólk
- Ber ábyrgð á rekstri og mönnun í fjarveru deildarstjóra
- Er leiðandi og virkur þáttakandi í umbótastarfi á deildinni
- Almenn störf geislafræðings/lífeindafræðings á ísótópastofu
- Sérstök ábyrgð á tilteknum verkefnum sem honum eru falin af stjórnendum
- Tekur þátt í kennslu, vísinda- og þróunarstarfi
- Íslenskt starfsleyfi geislafræðings/ lífeindafræðings
- Þekking á starfsemi ísótópastofu er nauðsynleg
- Starfsreynsla sem geislafræðingur/ lífeindafræðingur
- Viðbótarmenntun sem nýtist í starfi og/ eða reynsla af stjórnun er kostur
- Þekking á geislavirkum efnum sem og umgengni við þau er æskileg
- Þekking á verkefnastjórnun og umbótastarfi er æskileg
- Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni
- Frumkvæði, yfirsýn, skipulagsfærni og faglegur metnaður til að ná árangri
- Framsækinn og dugmikill leiðtogi
- Íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og viðtölum. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, geislafræðingur, lífeindafræðingur, aðstoðardeildarstjóri, stjórnunarstarf,
Tungumálahæfni: íslenska 4/5