Hjúkrunarfræðingur - Blóðbankinn Snorrabraut
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa hjá Blóðbankanum við Snorrabraut. Við bjóðum jafn velkominn í okkar góða hóp nýútskrifaðan hjúkrunarfræðing sem og hjúkrunarfræðing með reynslu. Starfið er bæði fjölbreytt og krefjandi og mikil tækifæri til faglegrar þróunar. Rík áhersla er lögð á góða og einstaklingsmiðaða aðlögun undir handleiðslu reyndra hjúkrunarfræðinga.
Um er að ræða dagvinnu með breytilegan vinnutíma. Einnig eru bakvaktir, um helgar og á rauðum dögum, sem skiptast niður á starfsmannahópinn. Starfshlutfall getur verið 67-100% og er starfið laust nú þegar eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Blóðbankinn sinnir m.a. söfnun blóðs, blóðhlutavinnslu, geymslu blóðhluta, blóðflokkunum, afgreiðslu blóðhluta og gæðaeftirliti. Í Blóðbankanum starfa um 55 einstaklingar, hjúkrunarfræðingar, líffræðingar, lífeindafræðingar, læknar og skrifstofufólk og er Blóðbankinn eini sinnar tegundar á landinu. Þar er unnið samkvæmt vottuðu gæðakerfi og er markmið alls starfsfólks að viðhalda gæðakerfinu og vinna í samræmi við hlutverk og stefnu Blóðbankans.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.
- Móttaka blóðgjafa, mat á hæfi þeirra og blóðtaka
- Sértæk blóðsöfnun með blóðfrumuskiljuvélum
- Blóðsöfnunarferðir á höfuðborgarsvæðinu og út á land
- Skráning upplýsinga og vinna í gæðakerfi
- Öflun blóðgjafa og markaðsstarf
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Góð íslenskukunnátta nauðsynleg og góður skilningur á ensku eða pólsku
- Góð tölvukunnátta
- Fagmennska, nákvæmni og vilji til að tileinka sér nýjungar
- Gott viðmót, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
- Sterkur vilji til að standa sig í skemmtilegu og krefjandi starfi
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarfræðingur, Hjúkrun
Tungumálahæfni: íslenska 4/5, enska 3/5, pólska 3/5