Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á barna- og unglingageðdeild
Laus er til umsóknar staða aðstoðardeildarstjóra á dag/legudeild barna- og unglingageðdeildar. Við leitum eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi með brennandi áhuga á stjórnun, fjölskyldu- og geðhjúkrun og gæða- og umbótastarfi.
Barna- og unglingageðdeild samanstendur af tveimur deildum á Landspítala, dag/legudeild og göngudeild. Þar er veitt sérhæfð og fjölskyldumiðuð heilbrigðisþjónusta við börn sem þarfnast sjúkrahúsþjónustu vegna geðræns vanda. Unnið er í þverfaglegum teymum og er mikil samvinna höfð við fagaðila í nærumhverfi. Á barna- og unglingageðdeild starfa um 100 einstaklingar í fjölskylduvænu starfsumhverfi.
Aðstoðardeildarstjóri vinnur náið í teymi með hjúkrunardeildarstjóra og stjórnendateymi barna- og unglingageðdeildar.
Starfið er laust frá 1. maí 2025 eða eftir samkomulagi.
- Vinnur í samráði við hjúkrunardeildarstjóra að skipulagningu á starfsemi deildar
- Ber ábyrgð á mönnun og rekstri í samráði við hjúkrunardeildarstjóra
- Er leiðandi í öryggis- og gæðastarfi og öðru umbótastarfi sem styður við réttindi sjúklinga, bætta þjónustu og framþróun í hjúkrun
- Starfar í anda þess að starfsemin byggir á þverfaglegri samvinnu og liðsheild
- Stuðlar að stöðugu og jákvæðu starfsumhverfi
- Ber ábyrgð á verkefnum sem hjúkrunardeildarstjóri felur aðstoðardeildarstjóra samkvæmt verkefnalýsingu
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Starfsreynsla sem hjúkrunarfræðingur
- Framhaldsmenntun í hjúkrun og/eða önnur framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi er kostur
- Leiðtogahæfni
- Framúrskarandi færni í samskiptum og teymisvinnu
- Faglegur metnaður, frumkvæði og geta til að leiða umbótastarf
- Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
- Frumkvæði og sjálfstæði
- Góð tölvukunnátta
- Góð íslenskukunnátta í mæltu og rituðu máli
- Hreint sakavottorð
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Umsækjendur skulu framvísa nýju sakavottorði áður en til ráðningar getur komið, sbr. meginreglur laga um barnavernd sem m.a. koma fram í 2. mgr. 36. gr. laga nr. 80/2002.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, aðstoðardeildarstjóri, hjúkrunarfræðingur, hjúkrun, stjórnunarstarf
Tungumálahæfni: íslenska 4/5,