Verkstjóri á hönnunar- og framkvæmdadeild
Hönnunar- og framkvæmdadeild Landspítala leitar að öflugum verkstjóra í okkar frábæra teymi, sem stendur fyrir breytingum, meiriháttar viðhaldi og þróun á fasteignum spítalans.
Deildin er á rekstrar- og mannauðssviði spítalans og verkstjórar eru hluti af fjölbreyttum verkefnum frá frumhönnun til afhendingar. Verkefnin eru af ýmsum toga, bæði innan og utanhúss og snúa bæði að byggingum og tækjum spítalans. Unnið er með notendum í klínískri starfsemi og öðrum hagsmunaaðilum. Deildin sér einnig um eignaumsýslu á fasteignum spítalans sem er með starfsemi í um 160.000 fermetrum, víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu.
Deildin skorar hátt í starfsánægjukönnunum og þar starfa reynslumiklir verkstjórar og verkefnastjórar. Við leitum eftir einstaklingi með meistara-, byggingarstjóraréttindi eða sambærilegu sem nýtist í starfi, farsæla reynslu af verkstjórnun á sviði fasteigna og brennandi áhuga á að vinna með stjórnendum, starfsfólki og aðilum innan og utan spítalans að framkvæmdum á spítalanum. Starfshlutfall er 100%, sem er 36 stunda vinnuvika, með styttingu vinnuvikunnar.
- Verkstýring framkvæmdaverka á Landspítala
- Áætlanagerð verkefna á hönnunar- og undirbúningsstigi
- Þátttaka í stöðugum umbótum og þróun
- Framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileikar, jákvætt lífsviðhorf og lausnamiðuð nálgun
- Frumkvæði, drifkraftur og skipulagshæfni
- Tölvukunnátta (Outlook, Teams, Excel, Word og MS project)
- Íslenska B2 og enska B1 á ETM sjálfsmatsramma CEFR
- Menntun sem nýtist í starfi (t.d. meistara-, byggingastjóraréttindi eða sambærilegt) æskileg
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 7000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Sérfræðistörf, verkstjóri, meistari, byggingastjóri, tæknifræðingur, iðnfræðingur.