Upplýsingar

Dagsetning
2017.09.01

Plastlaus septembermánuður

Árveknisátakinu "Plastlausum september" er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu og benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti. Við hjá Landspítala leggjum okkar af mörkum í þessum efnum með fjölbreyttum hætti. Hvetjum fólk því eindregið til að taka þátt í Plastlausum september. Viðmælandi okkar hérna er Hulda Steingrímsdóttir, umhverfisstjóri Landspítala. Það er von Landspítala að þátttaka fólks í Plastlausum september leiði til minni plastnotkunar til frambúðar. Nánari upplýsingar má finna á plastlausseptember.is og facebook.com/pg/PlastlausSeptember/