Upplýsingar

Dagsetning
2016.01.22

Flæðilína í notkun

Ný og afkastamikil rannsóknartæki voru formlega gangsett á rannsóknarkjarna Landspítala 21. janúar 2016. Rannsóknarkjarni er rekinn bæði við Hringbraut og í Fossvogi og er stærsta klíníska rannsóknarstofa landsins. Þar eru gerðar um 1,5 milljónir rannsókna á ári í blóðmeina- og klínískri lífefnafræði. Í tengslum við endurnýjun á tækjabúnaði var húsnæði kjarnans endurskipulagt bæði við Hringbraut og í Fossvogi og var aðferðafræði straumlínustjórnunar notuð við verkið.