Upplýsingar

Dagsetning
2017.06.22

Sængurveralausar sængur

Sængur sjúklinga hjá Landspítala í Fossvogi eru nú sængurveralausar og innan árs er gert ráð fyrir að Landspítali allur verði sænguveralaus. Átakið er liður í auknu öryggi fyrir sjúklinga og er að frumkvæði sýkingavarnadeildar í samstarfi við þvottahús og aðra stoðþjónustu á Landspítala. Rannsóknir sýna að í óhreinum rúmfatnaði finnst fjöldinn allur af bakteríum sem þyrlast upp við umskipti og geta borist milli sjúklinga og starfsfólks. Fjárfest var í nýjum sængum og nauðsynlegum búnaði fyrir þetta mikilvæga verkefni. Sængurnar eru léttar, hlýjar og anda vel. Þær draga jafnframt stórkostlega úr álagi á axlir starfsfólks, ásamt því að vera vinnusparandi þar sem handtökum við að búa um rúm fækkar til muna.