Upplýsingar

Dagsetning
2017.06.09

Loftslagsmarkmið Landspítala

Landspítali setti sér loftslagsmarkmið árið 2016 um að draga úr kolefnisspori spítalans um 40%. Fjölmargir þættir leggjast á eitt til að ná því. Meðal annars er markmið að draga úr notkun einnota hluta um 20%. Frá því í janúar hafa umframmatarskammtar úr eldhúsi Landspítala einnig verið frystir og gefnir til Samhjálpar. Þetta er liður í því að minnka matarsóun. Hulda Steingrimsdóttir er umhverfisstjóri Landspítala og segir nánar frá í myndskeiðinu hér.