Upplýsingar

Dagsetning
2017.11.29

FRÉTT // Nýjar klínískar leiðbeiningar um líknarmeðferð

Klínískar leiðbeiningar um líknarmeðferð hafa verið endurskoðaðar og gefnar út á vef Landspítala. Helstu breytingar frá árinu 2009 fela í sér að lögð er enn frekari áhersla á líknarmeðferð fyrr í sjúkdómsferlinu, meiri áhersla er á samtalið um framtíðarmeðferð og meðferðarmarkmið, þarfir mismunandi sjúklingahópa og hagnýtari leiðbeiningar um meðferð einkenna.Viðmælendur hér eru þær Kristín Lára Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá líknarráðgjafateymi Landspítala og Valgerður Sigurðardóttir, yfirlæknir líknardeildar og heimahlynningar.