Forstjóri

Páll Matthíasson

Páll Matthíasson er forstjóri Landspítala og stýrir framkvæmdastjórn spítalans. Hann var skipaður í starfið frá 1. apríl 2014 til fimm ára.

Forstjóri Landspítala er skipaður af heilbrigðisráðherra til fimm ára í senn og starfar samkvæmt erindisbréfi þar sem er lýst stöðu hans sem embættismanns, hlutverki hans og helstu verkefnum.

Helstu verkefnum forstjóra Landspítala er eftirfarandi, samkvæmt 4. gr. erindisbréfsins: 

 • Hafa með höndum yfirstjórn framkvæmdastjórnar spítalans.
 • Gera tillögu að skipuriti fyrir spítalann í samráði við framkvæmdastjórn spítalans og leggja tillöguna fyrir heilbrigðisráðherra til staðfestingar.
 • Gera árlega starfs- og fjárhagsáætlun í samráði við framkvæmdastjórn spítalans.
 • Vinna langtímastefnumörkun í samráði við framkvæmdastjórn spítalans.
 • Stjórna daglegum rekstri spítalans, ráða starfsmenn og bera ábyrgð á starfsmannahaldi hans.
 • Vinna að nýjungum og breytingum í starfsemi spítalans til hagsbóta fyrir sjúklinga.
 • Stuðla að gæðaþróun og árangursmati í starfi spítalans.
 • Vinna að samhæfingu þjónustuþátta.
 • Vinna að því að spítalinn geti mætt þörfum menntastofnana um kennslu og rannsóknir.
 • Efla samstarf við önnur sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir og heilsugæslustöðvar.
 • Vinna önnur verkefni sem heilbrigðisyfirvöld fela forstjóra.

 

.