Minningarkort

Hlýlegt er að senda vinum og vandamönnum minningarkort til að minnast látins ástvinar.
Á Landspítala eru gefin út minningarkort og rennur fé sem þannig aflast í fjáröflunarsjóði viðkomandi deilda eða til spítalans í heild.
Með því að kaupa minningarkortin er hvort tveggja í senn hægt að sýna þakklæti fyrir veitta þjónustu á spítalanum og leggja starfseminni lið.

Minningarkort sem keypt eru af Landspítala eru útbúin þar og send til aðstandenda þess sem er minnst.

Hægt er að senda minningarkort með því að velja úr listanum hér að neðan. Mikilvægt er að fylla út alla reiti í forminu sem opnast.
Landspítali þakkar veittan stuðning.

Minningarkort.
Á Landspítala eru gefin út minningarkort og rennur fé sem þannig aflast í fjáröflunarsjóði viðkomandi deilda eða til spítalans í heild.
Með því að kaupa minningarkortin er hvort tveggja í senn hægt að sýna þakklæti fyrir veitta þjónustu á spítalanum og leggja starfseminni lið.
Minningarkort sem keypt eru af Landspítala eru útbúin þar og send til aðstandenda þess sem er minnst.


Beinir styrkir
Með beinum styrkjum geta sjúklingar, aðstandendur eða aðrir styrkt ákveðin verkefni í starfsemi spítalans og ráðið upphæðinni. Allir styrkir skipta máli.
Árlega er úthlutað úr styrktarsjóðum í samræmi við lög viðkomandi sjóða.
Ef styrkur nemur 50.000 kr. eða hærri upphæð er gefanda sent sérstakt þakkarbréf.

Landspítali nýtur þeirrar gæfu að fólk hugsar hlýlega til hans og sýnir það í verki með stuðningi af ýmsum toga.  Á hverju ári leggja einstaklingar, félög og félagasamtök starfseminni  til dæmis lið með gjöfum, styrkjum eða með því að kaupa minningarkort eða skeyti.  Þetta er ómetanlegt.

Hér að neðan er listi yfir ýmsa sjóði og félög sem styðja starfsemi Landspítala dyggilega. Hægt er að hringja í neðangreind símanúmer til þess að styðja eftirtalda sjóði. 

Barnaspítalasjóður Hringsins
http://www.hringurinn.is/  
Minningarkort í síma 543 3022 og 543 3025 á virkum dögum kl. 08:00 til 16:00.
Hægt að kaupa minningarkort og greiða fyrir hér.

Brospinnar - áhugahópur um bættan aðbúnað á geðdeildum Landspítala
www.brospinnar.is
Söfnunarreikningur: 1175 - 26 - 006812 - 6812100400

Geislinn - Sjóður til kaupa á línuhraðli og tilheyrandi búnaði til geislameðferðar krabbameina á Landspítala.
Sjóðurinn starfar samkvæmt stofnskrá frá 2. apríl 2013.
Söfnunarreikningur: 0513 - 26 - 22245 - 6403944479

Hollvinir Grensásdeildar LSH
Hollvinir styðja við endurhæfingarstarf Grensásdeildar með því að afla fjár til tækjakaupa, endurbóta á húsnæði og annarra brýnna verka.
Sjá nánar á www.grensas.is
Minningarkort 

Lind - styrktarsjóður gjörgæslu og vöknunar við Hringbraut 
Reikningsnúmerið er 513-26-2350 og kennitalan 651012-0740.
Markmið sjóðsins er að bæta aðstöðu aðstandenda.
Árið 2014 verður gjörgæslan 40 ára og af í þvi tilefni stendur til að taka aðstandendaherbergin í gegn.

Líf - styrktarfélag kvennadeilda Landspítala
http://www.gefdulif.is/
Minningarkort

Minningargjafasjóður Landspítalans
Umsjón með útsendingu korta og innheimtu fyrir þennan sjóð hefur skeytaþjónusta Íslandspósts.  Smella hér.

Minningarsjóður Margrétar Oddsdóttur - www.maggaodds.is
Sjóðnum er ætlað að styrkja skurðlækningar við brjóstakrabbameini á Landspítala.
Reikningsnúmer sjóðsins er 0513 26 76250 og kennitalan er 7004101610.

Styrktarsjóður vegna ristilkrabbameins
Bankareikningur: 0513-26-246 - kennitala 640394-4479

Von - styrktarfélag
Von er félag til styrktar skjólstæðingum gjörgæsludeildar Landspítala Fossvogi.
Hægt er að styrkja starfsemi Vonar með því að kaupa minningarkort á vef Vonar:  http://www.von-styrktarfelag.is
s. 543 1000