Menntun

Meðal verkefna Landspítala, sem skilgreind eru í lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007, er að annast starfsnám háskólanema og framhaldsskólanema í heilbrigðisgreinum í grunn- og framhaldsnámi og að veita háskólamenntuðum starfsmönnum sérmenntun í heilbrigðisgreinum.
Stefna Landspítala um menntun heilbrigðisstétta. Starfsþróun/þjálfun heilbrigðisstarfsmanna á Landspítala fléttast inn í allt starf og framtíðarverkefni sjúkrahússins.

Starfsþróun og þjálfun heilbrigðisstarfsmanna:

  • Er forsenda þess að öryggi sjúklinga sé tryggt.
  • Byggir á gagnreyndri þekkingu og tekur mið af viðurkenndum stöðlum ef til eru.
  • Leiðir til fjölgunar starfsmanna með sértæka hæfni (þekking, leikni og viðhorf) í klínísku starfi, kennslu, stjórnun eða vísindum, sem nýtist í starfi á Landspítala.

Hátt í 1800 nemendur í öllum heilbrigðisgreinum sækja árlega starfsnám á Landspítala. Allir nemendur undirrita þagnarheit og reglur um notkun sjúkraskrárupplýsinga. 

Nemendafjöldi á Landspítala

Landspítali gerir samninga við háskóla og framhaldsskóla vegna verklegs náms nemenda á spítalanum.