Framhaldsnám í klínískri lyfjafræði

Frá hausti 2016 hefur lyfjafræðingum staðið til boða að stunda þriggja ára starfsnám til meistaraprófs í klínískri lyfjafræði í sjúkrahúsapóteki Landspítala. Teknir verða inn tveir lyfjafræðingar á ári fyrstu þrjú árin.

Vaxandi eftirspurn er eftir þjónustu klínískra lyfjafræðinga á Íslandi líkt og víða erlendis. Námið er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Landspítala, University College London og Royal Pharmaceutical Society.

Markmið námsins er að þjálfa og þróa hæfni þátttakandans í grundvallarþáttum klínískrar lyfjafræði og sjúkrahúslyfjafræði. Einnig að auka þekkingu til að veita lyfjafræðilega umsjá við raunverulegar aðstæður. Enn fremur er náminu ætlað að stuðla að þeirri hæfni sem þarf til að tryggja örugga og árangursríka notkun lyfja í heilbrigðisþjónustu en það er lykilhlutverk klínískra lyfjafræðinga.

Nánari upplýsingar veitir Freyja Jónsdóttir kennslustjóri.

Sjá einnig kennsluskrá Hí í klínískri lyfjafræði