framhaldsnamslaeknar_2017.png (654468 bytes)

Framhaldsnám í alm. lyflækningum

Skrifstofa: Landspítali Fossvogi E7 Skrifstofustjóri: Gerður Helgadóttir,s. 543 6550 
Framhaldsmenntunarstjóri lyflækningasviðs: Friðbjörn Sigurðsson yfirlæknir.
Kennslustjórar: Anna Björg Jónsdóttir öldrunarlæknir, Inga Sif Ólafsdóttir lungnalæknir, Ingibjörg J. Guðmundsdóttir hjartalæknir, Kjartan Örvar meltingarlæknir, Tómas Þór Ágústsson innkirtlalæknir. 
Verkefnastjóri: Ragnhildur Nielsen

Lyflækningasvið Landspítala starfrækir formlegt framhaldsnám í almennum lyflækningum, byggt á fyrirmynd Royal College of Physicians, og hefur mats- og hæfisnefnd fengið marklýsingu til samþykktar (maí 2016). Lyflækningasvið býður þriggja ára námsstöður fyrir deildarlækna sem geta nýst þeim læknum sem hyggjast stunda frekara framhaldsnám í lyflækningum og undirgreinum eða stefna á framhaldsnám í skyldum sérgreinum, svo sem bráða-, öldrunar- og taugalækningum. 

Lögð er áhersla á að veita þjálfun í undirstöðuþáttum almennra lyflækninga og nálgun klínískra vandamála með því að byggja upp færni, trausta dómgreind og fagmennsku. Boðið er upp á fjölbreytta kennsludagskrá en jafnframt lögð áhersla á að deildarlæknar temji sér sjálfstæða þekkingaröflun. Deildarlæknum er falin stigvaxandi ábyrgð með hliðsjón af færni þeirra og reynslu og gegna þeir veigamiklu hlutverki hvað varðar móttöku sjúklinga, umönnun á legudeildum, ráðgefandi þjónustu, sértækar rannsóknir og göngudeildarstarfsemi. Deildarlæknar fá innsýn í flestar sérgreinar lyflækninga og störf á bráðamóttöku, taka þátt í kennslu læknanema og kandídata og stunda vísindastörf í samvinnu við sérfræðinga. Deildarlæknar taka MRCP próf og hljóta markvissan undirbúning fyrir það.