Sjúkraliðanemar

Verklegt nám

Verknámsvist. Beiðni um verknámsvist fyrir sjúkraliðanema skal berast Landspítala að minnsta kosti þremur mánuðum fyrir áætlaðan verknámstíma.
Í beiðninni skal koma fram heiti námskeiðs, fjöldi nemenda, óskir um deildir, nöfn og netföng umsjónakennara, verknámstímabil og skipulag.
Beiðnin skal sendast á sjukralidanemar@landspitali.is

Nánari upplýsingar: Svafa Kristín Pétursdóttir verkefnastjóri, sími 543 1469 eða sjukralidanemar@landspitali.is  

Starfsþjálfun og starfsráðning 

Starfsþjálfun. Sjúkraliðanemar sækja um starfsþjálfun hér >> (Umsókn um launaða starfsþjálfun sjúkraliðanema... ).
Mikilvægt er að umsóknin sé vel útfyllt og að vottorð frá skólunum fylgi með sem viðhengi strax og sótt er um.

Starfsráðning. Einstaklingar sem ráða sig sem sjúkraliðanema í starf á Landspítala þurfa að hafa lokið að minnsta kosti þremur grunnáföngum í bóklegri hjúkrunarfræði og einum áfanga í verknámi. Þeir skulu vera í virku námi eða hafa verið það síðastliðna 12 mánuði.  Nemendur skulu sýna staðfestingu frá skóla um að þeir hafi leyfi til þess að ráða sig sem sjúkraliðanema. 

Nánari upplýsingar: Sigurbjörg Magnúsdóttir, verkefnisstjóri, sími 543 1387 eða sigurmag@landspitali.is

  • Fyrir alla nemendur