Starfsnám hjúkrunarfræðinga

Markmið starfsnáms til sérfræðiviðurkenningar er að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður fái tækifæri til að þróa sérfræðiþekkingu á ákveðnu fræðasviði sem nýtist skjólstæðingum Landspítala og fái þjálfun í hinum ýmsu hlutverkum sérfræðinga.

Starfsnámið er 2ja ára nám og þjálfun að loknu meistaraprófi í hjúkrun. Áherslur starfsnámsins eru sniðnar eftir starfslýsingu sérfræðinga í hjúkrun við LSH.

Nánari upplýsingar veitir Dr. Auðna Ágústsdóttir, audnaag@landspitali.is, sími 5431419