Starfsþróunarár hjúkrunarfræðinga

Nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar með íslenskt hjúkrunarleyfi sem ráðnir eru á Landspítala geta sótt um starfsþróunarár. Það felur í sér skuldbindingu til eins árs og þátttöku í námskeiðum, fundum og öðrum atburðum sem lagðir eru fyrir. Starfsþróunarár samfellt ferli og styrkir hæfni og þekkingu þar sem árangursrík hjúkrun og öryggi sjúklinga eru í öndvegi. Auglýst er eftir umsóknum á Starfatorgi í maí og ágúst ár hvert.

Nánari upplýsingar um starfsþróunarár hjúkrunarfræðinga: hrundsch@landspitali.is og joninasi@landspitali.is