Gagnagrunnar / Söfn til vísindastarfa

Erfðafræðinefnd

Erfðafræðinefnd Háskóla Íslands er rannsókna- og þjónustustofnun sem starfrækt er af heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands og Landspítala.

Hlutverk hennar er

  • að efla erfðafræðilegar rannsóknir sem unnið er að við Háskóla Íslands, Land­spítalann og víðar,
  • að varðveita og reka gagnabanka nefndarinnar um ættfræði,
  • að sinna þjónustuverkefnum á sviði ætt- og erfðafræði, þar með talið erfðaráðgjöf og
  • að stuðla að sterkum tengslum innan og utan háskólans við atvinnu- og þjóðlíf

Nánar um erfðafræðinefnd

Lífsýnasöfn

Lífsýni (biological specimen/sample) eru sýni sem eru tekin úr mönnum og dýrum og varðveitt á viðeigandi hátt í lífsýnabönkum í vísindalegum tilgangi. Algengasta tegund lífsýna úr mönnum eru blóðsýni.
Söfnun og geymsla lífsýna er órjúfanlegur hluti af þjónustu rannsóknardeilda innan heilbrigðisstofnana. Öll geymsla og nýting slíkra lífsýna er háð ströngum skilyrðum opinberra aðila. Þrjú lífsýnasöfn innan rannsóknarsviðs Landspítala hafa rekstrarleyfi frá heilbrigðisráðherra.

Nánar um lífsýnasöfnin

Vöruhús gagna

Vöruhús gagna er yfirgripsmikil gagnageymsla þar sem fram fer söfnun, hreinsun, flokkun og tenging gagna í sérstökum gagnagrunni sem uppfærður er í næturvinnslum. Vöruhús auðvelda alla úrvinnslu gagna og skýrslugerð án þess að þyngja þau grunnkerfi sem eru í notkun á hverjum stað. 

Nánar

Heilbrigðisvísindabókasafn Landspítala

Markmið Heilbrigðisvísindabókasafns LSH og HÍ er að veita starfsmönnum Landspítala sem og nemendum og kennurum við Heilbrigðisvísindasvið HÍ  aðgang að þeim vísindalegu og klínísku upplýsingum og þekkingu sem þeir þurfa í námi og starfi.

Heilbrigðisvísindabókasafn