Klínískt rannsóknarsetur

Klínískt rannsóknarsetur (KRS - Clinical Research Center) var stofnað í janúar 2010 af Landspítala og Háskóla Íslands. Markmið þess er að styðja og efla innviði stofnananna og auka samstarf  þeirra í klínískum rannsóknum.

KRS er tengiliður fyrir alþjóðleg rannsóknarverkefni og vinnur að samhæfingu verkefna með rannsóknarsetrum í öðrum löndum.

KRS og vísindadeild Landspítala veita aðstoð og ráðgjöf um:
- styrki
- samninga
- fjármál (umsýslu rannsóknarfjár og styrkja)
- umsóknir til opinberra aðila
- tölfræðivinnslu í vísindarannsóknum -rannsóknargögn s.s. upplýst samþykki
- skrif rannsóknaráætlunar
- skipulag og uppsetning rannsóknarsetra
- undirbúning og framkvæmd rannsókna

Einnig sér KRS um þjálfun starfsfólks í góðum klínískum starfsháttum (Good Clinical Practice - GCP)

Tengiliður (contact): Halla Sigrún Arnardóttir verkefnastjóri, hallarn@landspitali.is