Leit
Loka

Bráðamóttaka geðþjónustu

Til bráðamóttöku getur fólk leitað með áríðandi mál af geðrænum toga án þess að eiga pantaðan tíma

Deildarstjóri

Sylvía Ingibergsdóttir

sylviai@landspitali.is
Yfirlæknir

Páll Matthíasson

pallmatt@landspitali.is

Banner mynd fyrir  Bráðamóttaka geðþjónustu

Hafðu samband

OPIÐVið Hringbraut kl. 12:00-19:00 virka daga og kl. 13:00-17:00 á frídögum.

Á öðrum tímum er móttakan á bráðamóttöku í Fossvogi.

Bráðageðdeildir  - mynd

Hér erum við

1. hæð - Geðdeildarbygging við Hringbraut

Sjá staðsetningu á korti

Þjónusta geðdeilda

Bílastæði: Upplýsingar um bílastæði við Hringbraut má finna hérna >>

Strætóleiðir: Leiðir 1, 3 og 6 stoppa við Gömlu Hringbraut, Læknagarða og Klambratún. Leiðir 5 og 15 stoppa við Sjúkrahótelið og leið númer 18 stoppar á Snorrabraut.


Hjá bráðaþjónustu geðþjónustunnar fer fram fyrsta mat á vanda þeirra sem þangað leita og er fólki vísað þaðan áfram til frekari greiningar og/eða meðferðar.
Stundum getur viðkomandi þurft á innlögn að halda en að öðrum kosti er vísað í viðeigandi úrræði innan eða utan Landspítala.

Móttaka vegna bráðs geðræns vanda er opin allan sólarhringinn. Hún er staðsett á bráðamóttöku geðþjónustunnar á fyrstu hæð í geðdeildarbyggingunni við Hringbraut kl. 12:00-19:00 virka daga og kl. 13:00-17:00 um helgar og á frídögum. Utan þess tíma er hún staðsett á bráðamóttökunni í Fossvogi.

Til bráðamóttöku getur fólk leitað með áríðandi mál af geðrænum toga án þess að eiga pantaðan tíma eða hafa tilvísun til að koma .

Sími bráðamóttöku geðþjónustunnar: 543 4050 á þeim tíma sem opið er.
Sími Landspítala: 543 1000

Á bráðamóttöku geðþjónustunnar er ekki:

  • ávísað ávanabindandi lyfjum
  • hafin fráhvarfsmeðferð
  • endurnýjaðir lyfseðlar eða skrifuð vottorð

Ekki eru gefin ávanabindandi lyf á bráðamóttöku geðþjónustunnar

Sjá nánari upplýsingar í fræðsluefni bráðamóttöku geðþjónustu

 

Starfsfólk bráðamóttöku geðþjónustunnar sinnir geðráðgjafarþjónustu fyrir bráðamóttökuna í Fossvogi á virkum dögum og einnig fyrir legudeildir spítalans.

Deildin veitir skammtíma meðferð við bráðum geðrænum vanda.

Yfirlæknir: Halldóra Jónsdóttir

Lögð er áhersla á að finna viðeigandi farveg að lokinni eftirfylgd sem getur falist í úrræðum innan sem utan Landspítala.
Farvegur tilvísana: Eingöngu er tekið við tilvísunum frá bráðamóttöku geðþjónustunnar.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?