Miðstöð síðbúinna afleiðinga krabbameina - Barnaspítali
Eftirfylgd ungmenna að lokinni krabbameinsmeðferð
Hafðu samband
Hér erum við
Barnaspítali
Hagnýtar upplýsingar
Einstaklinga 18 ára og eldri sem fengu krabbamein fyrir 18 ára aldur og hafa lokið meðferð og hefðbundnu eftirliti eftir meðferð.
Krabbameinsmeðferðum fylgir hætta á síðbúnum afleiðingum, þ.e. heilsufarsvandamálum sem geta komið fram hvenær sem er á lífsleiðinni og náð til sálfélagslegra þátta, haft áhrif á vöxt og þroska, starfsemi ýmissa líffæra, frjósemi og í sumum tilfellum aukið hættuna á að fá aftur krabbamein.
Eftirfylgdin hefur þann tilgang að efla heilsu og lífsgæði einstaklinga eftir krabbamein með áhættumiðuðu heilsufarsmati, stuðningi og fræðslu auk þess að koma á viðeigandi langtíma eftirfylgd innan heilbrigðisþjónustu fullorðinna
Skjólstæðingar fá afhent svokallað ,,vegabréf eftir krabbameinsmeðferð“. Vegabréfið er samantekt sem inniheldur upplýsingar um krabbameinsgreininguna, hvernig meðferð var veitt og ráðleggingar um eftirfylgd í samræmi við áhættuþætti meðferðar. Því er ætlað að styrkja fólk í að vera eigin málsvari að meðferð lokinni og einnig að styðja við fagfólk, til dæmis innan heilsugæslunnar.
Þótt miðstöðin sé ætluð ungmennum, þá stendur eldri einstaklingum sem fengu meðferð á barnsaldri til boða að koma í að minnsta kosti eitt skipti og fá þá afhent vegabréf. Eftir útskrift frá miðstöðinni geta skjólstæðingar haft aftur samband ef spurningar vakna um heilsufar eða síðbúnar afleiðingar.
Skipulagning eftirfylgdar er í höndum sérfræðinga í hjúkrun og krabbameinslækningum barna. Hægt er að koma skilaboðum til eða hafa samband við hjúkrunarfræðing teymis í síma 543 1000 á dagvinnutíma.
- Gauti Rafn Vilbergsson, læknir
- Halldóra Kristín Þórarinsdóttir, læknir
- Ólafur Gísli Jónsson, læknir
- Sólveig Hafsteinsdóttir, læknir
- Vigdís Hrönn Viggósdóttir, hjúkrunarfræðingur
Fræðsluefni um síðbúnar afleiðingar
- Síðbunar afleiðingar krabbameinsmeðferðar í börnum og unglingum (issuu)
- Hugrænar og sálfélagslegar síðbúnar afleiðingar barna með krabbamein (issuu)
- COG Health links
- Long-Term Follow-Up Study Newsletters
- Children´s Cancer and Leukemia Group (CCLG) Aftercure Factsheets
- National Cancer Institute