Leit
Loka

Skilunardeild

Við leggjum áherslu á að sjúklingar og aðstandendur fái góða og örugga þjónustu.

Deildarstjóri

Björg Sigurðardóttir

Yfirlæknir

Margrét Birna Andrésdóttir

mband@landspitali.is

Banner mynd fyrir  Skilunardeild

Hafðu samband

Skilunardeild - mynd

Hér erum við

Aðalinngangur Eiríksgötu. Eldhúsbygging Hringbraut, 4. hæð. Upp tröppurnar og um inngang á gafli efra hússins.

Hagnýtar upplýsingar

Upplýsingar um skilunardeild og blóðskilun

 

Við leggjum áherslu á að sjúklingar og aðstandendur fái góða og örugga þjónustu.

Í því felst m.a. að allar upplýsingar séu skýrar.

Einnig að sjúklingar og aðstandendur séu virkir þátttakendur þegar ákvarðanir eru teknar um meðferð og hjúkrun og að samskipti séu skýr og opin.

Ef eitthvað er óljóst er starfsfólkið alltaf reiðubúið að greiða úr því.

Markmið forskilunargöngudeildar er að stuðla að betri líðan og auknu öryggi sjúklinga með langvinna nýrnabilun og fjölskyldna þeirra, áður en þörf er á skilun.  Jafnframt að búa sjúklinga betur undir skilun svo þeir geti tekist á við versnandi nýrnabilun og ákvörðun um meðferð.

Forskilunargöngudeild - stuðningsmeðferð fyrir sjúklinga með langvinna nýrnabilun og fjölskyldur þeirra

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?