Leit
Loka

Átröskunarteymi Landspítala

Átröskunarteymið sinnir greiningu og meðferð við alvarlegum átröskunarvanda Teymisstjóri: Heiða Rut Guðmundsdóttir, sálfræðingur

Banner mynd fyrir  Átröskunarteymi Landspítala

Staðsetning: Efsta hæð aðal byggingar á Kleppi

Sími: 543 4200

Þeir sem eru á biðlista eða eru komnir í meðferð geta haft samband með því að senda fyrirspurn í gegnum Heilsuveru

 

Hagnýtar upplýsingar


Átröskunarteymið veitir meðferð samkvæmt klínískum leiðbeiningum. Teymið býður upp á göngu-, dagdeildar- og innlagnarmeðferð. 

  • Í göngudeildarmeðferð mæta sjúklingar um einu sinni til tvisvar í viku í viðtöl
  • Dagdeildarmeðferð fer fram frá 9-15.30 alla virka daga. Þar býðst sjúklingum að fá stuðning við máltíðir ásamt því að vera í meðferðarviðtölum og auka virkni
  • Í innlagnarmeðferð er veitt sólarhringsþjónusta. Þar býðst sjúklingum stuðningur við allar máltíðir ásamt því að vera í meðferðarviðtölum og auka virkni
  • Lengd meðferðar hjá átröskunarteymi er einstaklingsbundin en er að meðaltali 4-12 mánuðir.

Tekið er við tilvísunum frá fagfólki innan og utan spítalans. Við hvetjum þá sem óska eftir ráðgjöf eða vantar að láta meta vanda sinn til að leita til síns heimilislæknis sem metur málið og sendir tilvísun í átröskunarteymi Landspítala ef þörf þykir

Tilvísun fyrir fagaðila utan stofnana

Flýtitexti fyrir fagaðila innan stofnana (word skjal).

Allir sem koma í meðferð í átröskunarteymi fara í ítarlegt greiningarviðtal. Í kjölfarið er meðferðarleið ákveðin út frá vanda hvers og eins. Skjólstæðingur fær úthlutað sínum meðferðaraðila sem hann fer í regluleg meðferðarviðtöl til, en hittir einnig aðra fagaðila eftir þörfum.

Markmið meðferðar

  • Bæta næringarástand og koma á reglubundnu mataræði
  • Takast á við tilfinningavanda, hugsanaskekkjur og óhjálpleg viðhorf sem tengjast mataræði og hugmyndum um líkama
  • Auka innsæi/vilja sjúklings til að ná bata og öðlast heilbrigðari lífs- og fæðuvenjur
  • Meðhöndla líkamlega og sálræna fylgikvilla
  • Bæta sjálfstraust
  • Bæta samskiptamynstur

Greiningarviðtal

  • Allir sem koma í meðferð í átröskunarteymi fara í greiningarviðtal. Í kjölfarið er meðferðarleið ákveðin út frá vanda hvers og eins. Sjúklingi er úthlutað meðferðaraðila sem hann fer í regluleg meðferðarviðtöl til, en hittir einnig aðra fagaðila eftir þörfum.

Sálfræðimeðferð:

  • Sálfræðimeðferðin hjá teyminu er byggð á hugrænni atferlismeðferð (HAM) við átröskunum. Í meðferðinni er lögð áhersla á að skoða og breyta hegðun, hugsun og viðhorfum sem viðhalda átröskunarvandanum.

Læknis- og hjúkrunarmeðferð:

  • Átröskun fylgja oft líkamleg vandamál sem þarf að meta og fylgjast með og sjá læknir og hjúkrunarfræðingar teymisins um það. Teknar eru reglulegar blóðprufur, hjartalínurit og beinþéttnimælingar ef við á. Einnig getur lyfjameðferð verið hluti af meðferð í teyminu.

Næringarmeðferð:

  • Sjúklingar hafa möguleika á að hitta næringarfræðing sem hluta af átröskunarmeðferð. Markmið næringarmeðferðar er að koma inn heilbrigðum fæðuvenjum, stuðla að fjölbreyttu fæðuvali og bæta næringarástand og líkamlega heilsu.

Fjölskyldumeðferð:

  • Sjúklingar og aðstandendur þeirra geta óskað eftir fjölskylduviðtölum. Þar geta aðstandendur fengið fræðslu um sjúkdóminn og meðferð ásamt ráðleggingum um hvernig þeir geta stutt við viðkomandi í átröskunarmeðferðinni. Í fjölskyldumeðferð fá aðstandendur og sjúklingur aðstoð við að vinna úr erfiðum samskiptum og finna árangursríkari leiðir sem geta nýst í bataferlinu.

Bækur

  • Overcoming Binge Eating. Höf: Christopher G Fairburn (1995)
  • Skills-based Learning for Caring for a Loved One with an Eating Disorder: The New Maudsley Method. Höf: Janet Treasure, Gráinne Smith og Anna Crane (2007)
  • The parent´s guide to eating disorders. Höf: Marcia Herrin og Nancy Matsumoto (2007)
  • Demystifying anorexia nervosa. Höf: Alexander R Lucas (2004)
  • Getting better bit(e) by bit(e): A survival kit for sufferers of bulimia nervosa and binge eating disorders. Höf: Ulrike Schmidt og Janet Treasure (1993)
  • Anorexia nervosa: A survival guide for families, friends and sufferers. Höf: Janet Treasure (1997)
  • Molinn minn. Höf: Birna Varðardóttir. (2014)

Vefsíður

 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?