Bráðamóttökur
Bráðamóttökur á Landspítala eru nokkrar. Bráðamóttakan í Fossvogi er þeirra stærst. Þangað er leitað vegna slysa og alvarlegra veikinda - Bráðaþjónusta við hjartasjúklinga sem var eitt sinn á hjartagátt við Hringbraut færðist á bráðamóttökuna í Fossvogi 1. desember 2018.
Í neyðartilfellum á alltaf að hafa samband við 112
er opin allan sólarhringinn allan ársins hring. Þangað getur fólk leitað vegna bráðra veikinda eða slysa sem ekki geta beðið úrlausnar í heilsugæslu eða á læknavakt.
Hvert annað er hægt að leita?
Símaráðgjöf er veitt á heilsugæslustöðvum á dagvinnutíma mán-fös 8:00-17:00.
Læknavaktinni veitir símaráðgjöf allan sólarhringinn í síma 1700.
Móttaka Læknavaktarinnar er opin frá 17:00-23:30 mán-fös og um helgar 9:00-23:30
Flestar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu eru með síðdegismóttöku fyrir skyndiveikindi og smáslys, ekki þarf að panta tíma.
er á jarðhæð Barnaspítala Hringsins og er opin allan sólarhringinn fyrir veik börn og unglinga að 18 ára aldri.
Vinsamlegast athugið að ekki er opin bráðamóttaka á BUGL heldur þarf alltaf að hringja í afgreiðslu í síma 543 4300 milli kl. 08:00 og 16:00 virka daga. Utan dagvinnutíma er bent á bráðamóttöku barna á Barnaspítala Hringsins og bráðamóttökuna í Fossvogi.
Bráðateymi BUGL er staðsett við Dalbraut 12, 105 Reykjavík. Gengið er inn frá bílastæði Dalbrautarmegin.
Til bráðamóttöku getur fólk leitað með áríðandi mál af geðrænum toga án þess að eiga pantaðan tíma.
Móttaka vegna bráðs geðræns vanda er opin allan sólarhringinn. Hún er staðsett á bráðamóttöku geðþjónustunnar á fyrstu hæð í geðdeildarbyggingunni við Hringbraut og opin kl. 12:00-19:00 virka daga og kl. 13:00-17:00 á frídögum. Utan þess tíma er hún staðsett á bráðamóttökunni í Fossvogi.
Sími: 543 4050
Samræmd bráðaþjónusta kvennadeilda er opin frá kl. 15:00 til 23:00 á virkum dögum og frá kl. 10:00 til 23:00 um helgar og á helgidögum. Undantekning frá þessum tímum er að í ár (2023) er opið 10:00-18:00 á aðfangadag, jóladag og gamlársdag.
Þangað geta barnshafandi konur leitað ef erindið er brátt, að höfðu samráði við ljósmóður á símavakt kvennadeilda. Dæmi um slík vandamál eru blæðing, verkir, samdrættir, minnkaðar fósturhreyfingar, vísbendingar um meðgöngueitrun eða önnur alvarleg heilsufarsvandamál tengd meðgöngu. Einnig byrjandi fæðing, spurning um farið vatn eða annað sem tengist byrjandi fæðingu og ef koma upp bráð vandamál á fyrstu tveimur vikum eftir fæðingu.
Mikilvægt er að hafa samband við heilsugæslustöð eða lækni áður en komið er á bráðaþjónustu kvennadeilda til að fá tilvísun sé kona ekki þunguð en samræmd bráðaþjónusta sinnir konum með bráð einkenni frá kvenlíffærum eftir tilvísun frá lækni. Þá sinnir þjónustan erindum vegna vandamála sem kunna að koma upp innan 14 daga frá aðgerð á kvenlækningadeild.
Sími bráðaþjónustu kvennadeilda er 543 3250 (athugið þjónustutíma).
Í greiningarsveit Landspítala eru tveir hjúkrunarfræðingar og tveir læknar af bráðaþjónustu Landspítala.
Þessi sveit er til staðar alla daga, allan sólarhringinn, allt árið um kring.
Sveitin fer í þau útköll sem hún er beðin um og þörf er fyrir hana.
Það tekur sveitina um það bil 10-15 mínútur að ferðbúast.
Landhelgisgæslan og þyrlan
Landhelgisgæslan rekur björgunarþyrlur sem eru að mestu mannaðar starfsfólki gæslunnar en læknar sem tilheyra þyrluáhöfninni koma meðal annars frá bráðaþjónustu spítalans. Einnig er samstarfssamningur milli bráðaþjónustunnar og Landhelgisgæslunnar um gagnkvæma þjálfun starfsmanna.
Samhæfingarstöð almannavarna
Samhæfingarstöð almannavarna við Skógarhlíð 14 er stjórnstöð sem er mönnuð viðbragðsaðilum þegar einhvers konar vá steðjar að.
Landlæknir ber ábyrgð á að manna stöðu fyrir heilbrigðisþjónustu og hefur hann fengið heilbrigðisstarfsfólk frá Landspítala til þess að vera hluti af áhöfn. Nokkrir þessara starfsmanna koma frá bráðaþjónustunni.
Verkefnastjóri utanspítalaþjónustu bráðaþjónustunnar er tengiliður Landspítala við Embætti landlæknis og starfsfólk almannavarna Ríkislögreglustjóra.
Læknisfræðileg forsjá Neyðarlínunnar 112
Á milli Landspítala og Neyðarlínu 112 er í gildi samstarfssamningur sem felur í sér að spítalinn er læknisfræðilegur umsjónaraðili og ráðgjafi hennar um heilbrigðisþjónustu.
Landspítali veitir ráðgjöf um læknisfræðileg álitaefni á öllum tímum sólarhringsins árið um kring og fer yfir og þróar verklagsreglur Neyðarlínunnar sem lúta að svörun og viðbrögðum við slysum, sjúkdómum og öðru sem snertir bráða heilbrigðisþjónustu.
Spítalinn sér einnig um reglulega fræðslu fyrir starfsmenn Neyðarlínunnar. Sérfræðilæknir frá bráðaþjónustu sinnir þessum skyldum Landspítala.
Önnur úrræði
Um nokkra staði getur verið að ræða þegar leita þarf til heilbrigðisstétta eftir aðstoð og flókið fyrir þann sem ekki þekkir til að rata á réttan stað.
Starfsfólk bráðamóttöku Landspítala vill leggja sitt af mörkum í þágu skjólstæðinga sinna til að greiða götu þeirra sem þurfa á þjónustu heilbrigðiskerfisins að halda, innan og utan Landspítala.
Ýmsir kostir eru utan spítalans.
- Barnalæknavaktin í Urðarhvarfi
- Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
- Heilsugæslan Höfða
- Heilsuvernd
- Hvert á að leita? (Landlæknir)
- Læknavaktin
- Læknavakt símaráðgjöf. Sími: 1700
- Tannlæknar neyðarvakt
- Augnslysavakt er í Glæsibæ - kl. 8:00-16:00 virka daga, tímabókun í síma 414 7000