Leit
Loka

Forstöðulæknar, forstöðuhjúkrunarfræðingar og forstöðumenn

Meginhlutverk forstöðulækna, forstöðuhjúkrunarfræðinga og forstöðumanna er styðja við þjónustu og rekstur klínískra eininga með virkri þátttöku í klínísku starfi. Tvö störf forstöðumanna eiga að stuðla að eflingu vísindastarfs þvert á spítalann og leiða aðkomu Landspítala að uppbyggingu Nýs Landspítala við Hringbraut.

 

Forstöðulæknar

Rafn Benediktsson

Rafn er læknir frá Háskóla Íslands 1987 og stundaði framhaldsnám í lyflækningum, innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum við Western General Hospital og Royal Infirmary í Edinborg í Skotlandi. Hann lauk MRCP(UK) prófi 1995 og sama ár PhD prófi frá Háskólanum í Edinborg.

Hann starfaði sem lektor við sömu stofnanir til 1998 er hann sneri aftur til Íslands og hefur starfað á Landspítala við klíníska þjónustu allar götur síðan, sem yfirlæknir innkirtla- og efnaskiptadeildar frá 2012. Hann varð dósent við læknadeild Háskóla Íslands 1999, prófessor 2009 og verið forstöðumaður fræðasviðs innkirtla frá 2012.

Rafn hefur verið virkur í rannsóknum gegnum árin og er fjöldi birtra greina nú á annað hundrað og tilvitnanir yfir 20 þúsund. Rafn hefur lokið diplómanámi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands og verið þátttakandi í ýmsum vinnuhópum, nefndum og fagfélögum, var m.a. formaður Félags um innkirtlafræði 2001-2007 og stjórnarmaður í Félagi íslenskra lyflækna 2001-2016.

Hjörtur Fr. Hjartarson

Hjörtur lauk námi í læknisfræði frá HÍ 2002 og bæklunarskurðlækningum frá Svíþjóð 2009. Hjörtur hefur starfað sem yfirlæknir bæklunarskurðlækninga á Landspítala frá 2019.

Þá hefur Hjörtur setið í stjórn Skurðlæknafélags Íslands 2016-2021, stjórn Félags Sjúkrahúslækna 2018-2022 og situr í stjórn íslenska bæklunarlæknafélagsins síðan 2017.

Kári Hreinsson Kári lauk prófi frá Læknadeild HÍ 1994, hann hefur starfað sem sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Landspítala frá 2002.

Kári starfaði sem sérfræðilæknir á Landspítala á árunum 2002- 2014 og tók við stöðu yfirlæknis árið 2017. Hann tók við stöðu yfirlæknis sameinaðrar svæfinga- og gjörgæsludeildar árið 2021 og síðan sem framkvæmdastjóri Skurðlækningasviðs 2023.Halldóra Jónsdóttir

Halldóra lauk læknanámi frá HÍ árið 1996 og kláraði sérnám í geðlækningum á háskólasjúkrahúsinu í Ósló árið 2003. Hún lauk doktorsprófi í geðlækningum við Háskólann í Ósló árið 2012.

Halldóra hefur starfað sem sérfræðingur í geðlækningum í geðþjónustu Landspítala frá 2007. Hún hefur verið yfirlæknir frá árinu 2012, lengst af á geðgjörgæsludeild 32C þar sem hún leiddi breytingar deildarinnar úr almennri geðdeild í sérhæfða geðgjörgæsludeild.

Frá 2021 hefur hún verið yfirlæknir á meðferðareiningu geðrofssjúkdóma. Halldóra hefur sinnt rannsóknum og kennslu og er dósent í geðlækningum við HÍ.Kristín Leifsdóttir

Kristín útskrifaðist úr læknadeild Háskóla Íslands 1994. Hún hlaut sérfræðiréttindi í almennum barnalækningum og í nýburalækningum 2004 frá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Árið 2022 varði hún doktorsritgerð í læknavísindum við Háskóla Íslands. Verkefnið var samvinnuverkefni á milli Karolinska Institutet í Stokkhólmi og Háskóla Íslands og fjallaði um heilaskaða nýbura.

Frá útskrift hefur Kristín lengst af starfað sem sérfræðingur á Vökudeild barnaspítala Hringsins, eða í 19 ár. Hún hefur einnig unnið sem sérfræðingur á nýburagjörgæslu Karolinska sjúkrahússins í Stockholm og á fleiri nýburagjörgæslum í Svíþjóð. Auk þess vann hún í 1 ár á Ráðgjafar- og greiningarstöð.

Helstu áherslur í starfi síðustu ár hafa verið eftirlit með taugaþroska minnstu fyrirburanna. Var hún upphafsmanneskja að stofnun þverfaglegs teymis fyrirburaeftirlits 2012 og hefur leitt það síðan.


 

Forstöðuhjúkrunarfræðingar

Gerður Beta Jóhannsdóttir

Gerður Beta lauk B.Sc í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2002 og diploma MPA frá sama skóla árið 2007. Eftir útskrift starfaði hún á lyflækningasviði Landspítala þar til fjölskyldan fluttist norður á Blönduós árið 2007.

Fyrst starfaði Guðrún sem aðstoðardeildarstjóri og síðar deildarstjóri á sjúkrasviði heilbirgðisstofnunarinnar og tók við staðarumsjón þegar heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi voru sameinaðar.  

Árið 2016 hóf hún aftur störf á Landspítala sem deildarstjóri á gigtar- og almennri lyflækningadeild. Árið 2021 var hún ráðin sem deildarstjóri á göngudeild innkirtla og gigtarsjúkdóma og hefur meðal annars unnið að þróun fjarþjónustu og skipulagningu göngudeilda. 

Manda Jónsdóttir

Manda lauk B.Sc gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla íslands 2010 og árið 2016 útskrifaðist hún með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Um þessar mundir leggur hún stund á meistaranám í geðhjúkrun við Háskóla Íslands. 

Manda hefur að mestu starfað í geðþjónustunni frá útskrift og sinnt stjórnun frá árinu 2013. Síðustu ár hafa verið viðburðarík í starfi þar sem breytingar og umbætur hafa átt hug hennar allan. Manda starfaði sem deildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild, í samfélagsgeðteyminu og á meðferðargeðdeild geðrofssjúkdóma.

Haustið 2023 hóf hún störf á skrifstofu forstjóra þar sem tók hún að sér að leiða umbótaverkefni með það að markmiði að efla og auka virkt samtal við sjúklinga og aðstandendur og tryggja að sjónarmið þeirra séu tekin til greina og nýtt til umbóta í allri starfsemi spítalans.

Erla Dögg RagnarsdóttirErla Dögg lauk B.sc. prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2000, diplómaprófi í hjúkrun aðgerðasjúklinga frá HÍ árið 2006, diplómaprófi í stjórnun frá HÍ árið 2007 og meistaraprófi í hjúkrunarstjórnun frá HÍ árið 2013.

Hún hefur starfað á Landspítala frá útskrift, fyrst sem hjúkrunarfræðingur á skurðlækningadeild, en síðan sem Hjúkrunardeildarstjóri frá árinu 2005, á Kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild 13EG til ársins 2019 en síðan þá á Göngudeild 10E á Hringbraut. Þá stýrði hún Göngudeild Brjóstamiðstöðvar á fyrsta starfsári hennar frá 2021 til 2022 og frá árinu 2022 hefur hún sinnt klínískri ráðgjöf á Þróunarsviði og unnið með teymi stafrænnar þróunar. 

Erla Dögg hefur í gegnum tíðina sinnt ýmsum trúnaðarstörfum og sérverkefnum, m.a. setið í stjórnum fagráða hjúkrunarstjórnenda og hjúkrunar aðgerðarsjúklinga, sinnt stundakennslu við HÍ og tekið þátt í margvíslegum miðlægum verkefnum varðandi breytingar, umbætur og gæðamál á Landspítala.

Ingibjörg Guðmundsdóttir

Ingibjörg lauk B.Sc í hjúkrunafræðing frá HÍ árið 2000, og M.Sc í hjúkrunafræðin frá HÍ árið 2011. Einnig hefur hún lokið viðbótardiplóma í opinberri stjórnsýslu frá HÍ árið 2022.

Ingibjörg hefur starfað nær samfellt á Landspítala síðan 1999, er sérfræðingur í hjúkrun aðgerðarsjúklinga og hefur verið deildarstjóri á A4 HNE, Lýta, bruna og æðaskurðdeild frá 2017.


Sigríður Bryndís StefánsdóttirSigríður Bryndís lauk B.Sc. prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og tók diplóma í gjörgæsluhjúkrun 2005. Hún er einnig með MBA gráðu frá HR og tók alþjóðlega vottun í verkefnastjórnun árið 2018. 

Sigríður Bryndís starfaði á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi á árunum 1998-2008 og hjartaþræðingu 2008-2011. Á árunum 2011-2018 starfaði hún hjá þjónustufyrirtækinu Icepharma, meðal annars sem deildarstjóri á Heilbrigðissviði.

Árið 2018 réði Sigríður sig aftur á Landspítalann sem verkefnastjóri á aðgerða- og skurðlækningasviði og hefur að mestu verið að vinna að verkefnum sem tengjast þeim sviðum.

Vigdís Hallgrímsdóttir

Ragna María lauk BS í hjúkrunarfræði frá HÍ 2003, diplóma í opinberri stjórnsýslu frá HÍ 2017 og MS í mannauðsstjórnun 2019 frá HÍ.

Frá árunum 2003 til 2021 vann hún á bráðamóttöku Landspítala og meðal annars aðstoðardeildarstjóri frá árinu 2013 til 2019, þá var hún aðstoðardeildarstjóri á 11EG í nokkra mánuði árið 2019 þangað til hún tók við starfi deildarstjóra á lyflækningadeild B7. 


 

 

 

Bylgja Kærnested

Bylgja lauk B.Sc í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1997 og  M.Sc. í stjórnun frá sama skóla árið 2005.

Frá útskrift hefur Bylgja aðallega starfað á hjartadeild Landspítala og frá 2014 hefur hún gegnt starfi hjúkrunardeildarstjóra á þeirri deild. 


 

Halldóra Hálfdánardóttir

Halldóra lauk BSc námi í hjúkrunarfræði frá HÍ árið 2000, diplómanámi í krabbameinshjúkrun frá HÍ 2006, MSc námi í hjúkrunarstjórnun frá HÍ 2010 og námi í Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá EHÍ 2020.

Hún hefur verið deildarstjóri HERU -sérhæfðrar líknarheimaþjónustu Landspítala frá 1.apríl 2023. Hún hefur einnig unnið sem verkefnastjóri á Landspítala frá 2021-2023, var deildarstjóri á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins 2018-2020 og deildarstjóri á Krabbameinslækningadeild 11E 2012-2018.

Hún var lengi í stjórn Fagdeildar krabbameinshjúkrunarfræðinga og hefur unnið mikið með Evrópusamtökum krabbameinshjúkrunarfræðinga.

Halldóra Friðgerður Víðisdóttir,

Halldóra lauk B.Sc. í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2010 og M.Sc. í stjórnun í heilbrigðisþjónustu 2022 frá sama skóla. Síðan árið 2012 hefur Halldóra verið í stjórnunastöðu innan geðþjónustu, fyrst sem aðstoðardeildarstjóri á Laugarásnum snemmíhlutun í geðrof og frá árinu 2019 sem deildarstjóri.

Árið 2022 lá leiðin í nýja stöðu deildarstjóra á göngudeild geðrofssjúkdóma á Kleppi þar sem áherslan hefur verið á sameiningu tveggja teyma, uppbyggingu mannauðs, eflingu teymismenningar og virkt umbótastarf.

Júlíana Guðrún Þórðardóttir

Júlíana lauk B.Sc námi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og MPM námi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2017.

Júlíana hefur starfað mestan hluta starfsferils síns innan geðþjónustu Landspítala. Síðustu ár hefur hún gegnt stöðu deildarstjóra á göngudeild meðferðareiningar lyndisraskana, þar áður var hún verkefnastjóri og hjúkrunarfræðingur á geðþjónustu.

Júlíana hefur leitt öflugt umbótastarf innan meðferðareiningar lyndisraskana í samvinnu við aðra stjórnendur og meðferðarteymi. Hún brennur fyrir gæða-og umbótastarfi og hefur verið öflugur leiðtogi nýsköpunar og stafrænnar þróunar innan geðþjónustunnar.

Sigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal

Sigurveig lauk B.Sc. gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 2006, M.A. gráðu í heilbrigðis- og lífsiðfræði 2015 og diplómu í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu 2020 frá sama skóla. Til viðbótar lauk Sigurveig fjölskyldumeðferðarnámi frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2022.

Frá útskrift hefur Sigurveig starfað við geðheilbrigðisþjónustu, lengst af á Barna- og unglingageðdeild Landspítala. Frá 2017 sem deildarstjóri hjúkrunar á legudeild og frá 2021 sem deildarstjóri á legudeild og göngudeild BUGL.

Helstu áherslur í starfi síðast liðin ár hafa verið á meðferðarferla, notendamiðaða þjónustu og styttingu biðtíma. Sigurveig mun, ásamt forstöðulækni, vinna að samræmingu stjórnunar og stefnu á Kvenna- og barnasviði með það að markmiði að efla heildstæða þjónustu og stuðla að samhæfingu innan Landspítala með gildi sjúkrahússins að leiðarljósi.

„Ég er sannfærð um að sameiginleg sýn og samhæfing innan sjúkrahússins byggi undir heilnæmt starfsumhverfi og hæf teymi þar sem þjónustuþegar eru þátttakendur, sem við vitum að hefur bein áhrif á gæði og öryggi þjónustu.“

 

Forstöðumenn klínískra sviða

Fjóla Kristjánsdóttir

Fjóla lauk M.S. í Lífeindafræði frá Háskóla Íslands árið 2012 og er með sérfræðileyfi í erfðarannsóknum. Þá lauk hún MPA  prófi frá Háskóla Íslands árið 2023.

Frá útskrift og til 2021 starfaði hún á Erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala en hefur síðan þá starfað sem rekstrarstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands í Neskaupstað.

Arnþrúður Jónsdóttir

Arnþrúður lauk M.Sc. í lyfjafræði frá Háskóla Íslands árið 2001 og MBA frá Háskólanum í Reykjavík árið 2018.

Eftir útskrift starfaði Arnþrúður hjá Apoteket AB í Svíþjóð í eitt ár. Þá hóf Arnþrúður störf hjá Vistor og starfaði sem markaðsstjóri fjölmargra frumlyfjafyrirtækja á árunum 2006-2019.

Frá árinu 2019 hefur Arnþrúður starfað sem deildarstjóri lyfjaþjónustu Landspítala til dagsins í dag.

Arnþrúður mun nú leiða teymi framlínustjórnenda lyfjaþjónustu og næringarstofu á Landspítala sem hafa það verkefni að samhæfa, efla og þróa þessa mikilvægu þjónustu til framtíðar.

Maríanna GarðarsdóttirMaríanna Garðarsdóttir lauk kandidatsprófi frá læknadeild Háskóla Íslands 1999 og sérfræðinámi í myndgreiningu frá Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg 2007.

Maríanna hefur starfað samfellt á Landspítala frá 2007; sem sérfræðilæknir á Röntgendeild Landspítala frá árinu 2007, yfirlæknir hjartamyndgreiningar frá 2014 og sem forstöðumaður Rannsóknaþjónustu frá 2020 þar til hún tók við sem settur yfirlæknir Röntgendeildar í október 2022.

Hún kenndi við læknadeild Gautaborgarháskóla og á Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu og síðar við læknadeild Háskóla Íslands og stundar doktorsnám við læknadeild Háskóla Íslands undir handleiðslu Davíðs O. Arnar prófessors.

Maríanna hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir evrópsku röntgenlæknasamtökin auk þess að hafa verið formaður Félags íslenskra röntgenlækna og norrænu röntgenlæknasamtakanna.

 

Forstöðumenn verkefna á skrifstofu forstjóra

Jón Hilmar Friðriksson

Jón Hilmar er fæddur árið 1962 og útskrifaðist úr læknisfræði við Háskóla Íslands árið 1988.

Jón Hilmar stundaði framhaldsnám í barnalækningum, nýburagjörgæslu og barnagjörgæslu í Bandaríkjunum og Kanada á árunum 1991-1998, og starfaði eftir það sem sérfræðingur og yfirlæknir í Bandaríkjunum til ársins 2007. Hann hefur starfað á Landspítala frá árinu 2007, og gegndi starfi framkvæmdastjóra frá 2009 ti
l 2023.

Frá árinu 2023 þá hefur Jón Hilmar starfað á skrifstofu forstjóra með sérstaka áherslu á uppbyggingu spítalans við Hringbraut.

Magnús Gottfreðsson

Magnús lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1991 og síðar doktorsprófi frá sama skóla. Hann stundaði nám í lyflækningum og smitsjúkdómalækningum við Duke háskóla í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum 1993-1999 og lauk bandarískum sérfræðiprófum í báðum greinum.

Magnús hefur starfað sem sérfræðilæknir og síðar yfirlæknir á Landspítala frá árinu 1999, fyrst á smitsjúkdóma – og sýklafræðideild og vísindadeild frá árinu 2013. Hann hefur gegnt hlutastarfi prófessors við læknadeild frá árinu 2008, sinnt mikilli kennslu og leiðbeint fjölmörgum nemum.

Hann hefur verið forseti norrænna samtaka sérfræðinga í sýklafræði og smitsjúkdómum og setið fjölmörgum nefndum og ráðum á vegum stjórnvalda innanlands sem utan. Magnús mun leiða áframhaldandi innviðauppbyggingu vísindastarfsemi á Landspítala.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?