Leit
Loka

Sjúkrahótel Landspítala

Umhyggja - Fagmennska - Öryggi - Framþróun

Þeir sem ekki eru með aðgang að rafrænni sjúkraskrá geta leitað aðstoðar við gerð beiðna í síma 590 0700Hvernig á að sækja um? Stutt myndband

Sími: 590 0700

Banner mynd fyrir  Sjúkrahótel Landspítala

Hagnýtar upplýsingar 

Sjúkrahótel Landspítala er staðsett á lóð Landspítala Hringbraut í Reykjavík.

Bílastæði í nánd við sjúkrahótelið eru gjaldskyld skammtímastæði. Sjá hér bílastæði við Hringbraut

Gengið er inn um aðalinngang hótelsins gegnt inngangi kvennadeildar.

Inngangur í Sjúkrahótel
Landspítali rekur sjúkrahótelið og annast hjúkrunarþjónustu þess.

Smellið á myndina til að sjá staðsetningu hótelsins á Google korti:
Hér eru við á google korti


Inngangur í Sjúkrahótel

Sjúkrahótel Landspítala er á lóð spítalans við Hringbraut gegnt húsnæði kvennadeilda. Það er ætlað sjúklingum og aðstandendum þeirra sem teljast í þörf fyrir dvöl á sjúkrahóteli vegna heilbrigðisþjónustu sem þeir þurfa að sækja.

Sjúkrahótelið er fjórar hæðir og kjallari. Herbergi eru 75 talsins, fjölbreytt að gerð. Þar eru sérútbúin herbergi með aðstöðu fyrir hreyfihamlaða og stærri herbergi eru í boði fyrir fjölskyldur.

Í húsinu er veitingasalur, setustofur og sólstofa fyrir gesti.

Sjúkrahótelið tengist deildum á Landspítala Hringbraut í kjallara með tengigöngum.

Á hótelinu er starfsmaður í móttöku allan sólarhringinn.

Greitt aðgengi er fyrir sjúklinga í alla nærliggjandi þjónustu dag-, göngu- og legudeilda við Hringbraut. Hægt er að sækja þjónustu Landspítala Fossvogi með Skutlu Lanspitala virka daga frá kl. 08:00 - 16:40 sjá nánar um skutluna hér.


Sjúkrahótelið er fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra sem hafa nægjanlega heilsu til þess að gista í hefðbundnu hótelumhverfi og þurfa heilsu sinnar vegna þurfa að dvelja fjarri heimabyggð vegna rannsókna eða meðferðar. Þurfi sjúklingar aðstoð til þess að fara í og úr rúmi/ salerni þurfa þeir að dvelja ásamt aðstandanda/stuðningsaðila á herberginu til að tryggja öryggi sjúklinga í dvölinni.

Aðstandendur og fylgdarmenn þeirra sem sækja heilbrigðisþjónustu utan heimabyggðar.

Þá sem dvalið hafa á sjúkrahúsi og þurfa að vera nálægt sjúkrahúsinu vegna áframhaldandi meðferðar.

Hvernig fær maður dvöl úthlutað

Meðferðaraðili sem sækja þjónustu á sendir beiðni um dvöl fyrir hönd sjúklings um dvöl á sjúkrahótelinu. Dvalartími ræðst af þeirri meðferð sem á að sækja og takmarkast við meðferðarþörf hverju sinni og fjarlægð frá heimabyggð. Hámarksdvöl á sjúkrahóteli er 21 dagur.

Gestir sjúkrahótels þurfa almennt að vera sjálfbjarga, geta farið fram úr rúmi og sinnt daglegum athöfnum svo sem að klæða sig, sinna persónulegu hreinlæti, geta gengið á salernis og sótt mat og drykk.

Þeir þurfa að hafa lokið meðferð á legudeild og teljast í stöðugu líkamlegu og andlegu ástandi.

Gestir hótelsins hafa með sér öll hjálpartæki sem þeir þurfa svo sem hjólastóla, göngugrindur og hækjur. Sjúklingar koma með eigin lyf en geta fengið aðstoð hjúkrunarfræðinga varðandi lyf og lyfjagjafir.

 

Skýringarmyndskeið um hvernig á að fylla út beiðnir í Sögu

Stuttar leiðbeiningar

  • Læknir/hjúkrunarfræðingur eða ljósmóðir fyllir út umsókn um gistingu á Sjúkrahóteli Landspítala í Heilsugátt. Allir notendur sjúkraskrár Sögu hafa einnig aðgang að Heilsugátt.
  • Hámarksdvöl á sjúkrahóteli er 21 dagur.
  • Ef Heilsugátt er ekki sýnileg í Sögu skal leita til kerfisstjóra viðkomandi heilbrigðisstofnunar.
  • Þeir sem ekki eru með aðgang að rafrænni sjúkraskrá geta leitað aðstoðar við gerð beiðna í síma 590 0700.
  • Ef Heilsugátt er ekki sýnileg í Sögu skal leita til kerfisstjóra viðkomandi heilbrigðisstofnunar.
  • Þeir sem ekki eru með aðgang að rafrænni sjúkraskrá geta leitað aðstoðar við gerð beiðna í síma 590 0700.
  
Gestir hafa aðgang að þvottahúsi þar sem finna má þvottavél, þurrkgrindur og þurrkara. Notkun vélarinnar er á eigin ábyrgð. Allur fatnaður, þvottur og eigur sem skildar eru eftir í þvottahúsi eru á ábyrgð eiganda.
  • Hjúkrunarfræðingar sjúkrahótelsins veita hjúkrun og ráðgjöf vegna hvers konar heilsufarsvanda
  • Herbergisþrif
  • Sjúkraþjálfari kemur alla virka daga og leiðbeinir gestum
  • Kostnaður fyrir sjúklinga er kr. 1.844 á sólarhring.
  • Kostnaður fyrir aðstandendur er kr. 6.097 á sólarhring.
  • Ósjúkratryggðir einstaklingar greiða kr. 43.031 á sólarhring fyrir dvöl miðað við 1 gest í herbergi og kr. 46.521 á sólarhring ef tveir gestir eru í herbergi.
  • Innifalið er fullt fæði sem eldað er á staðnum. Ekki er hægt að undanskilja fæði frá sólarhringsgjaldi.
  • Börn sem sjúklingar greiða ekkert fyrir dvöl. Fyrsti fylgdarmaður borgar ekkert fyrir dvöl en greiðir fæðisgjald kr. 4.784 á sólarhring. Annar fylgdarmaður borgar fyrir dvöl og fæði, 6.628 á sólarhring
  • Börn sem fylgdarmenn frá 1-13 ára aldri greiða hálft fæðisgjald kr. 1.889 á sólarhring en ekkert dvalargjald.
  • Hjúkrunarþjónusta er á sjúkrahótelinu allan sólarhringinn. Læknir eða hjúkrunarfræðingur sækir um þá hjúkrunarþjónustu sem þörf er á um leið og beiðni um dvöl á sjúkrahóteli er útfyllt. Þar er skráð hvers konar hjúkrunarþjónustu þörf er á, hvers vegna og hver er áætlaður dvalar- og meðferðartími. Sjúklingar hafa aðgang að því að fara í hópsjúkraþjálfun á Landspítala

 

  •  Sjúklingar geta leitað til hjúkrunarfræðinga á 1.hæð
  • Hjúkrunarfræðingar sinna meðal annars.
  • Ráðgjöf og stuðningi í samræmi við sjúkdómsástand
  • Skipulagning meðferðarþátta og úrræða
  • Eftirlit með lífsmörkum
  • Lyfjagjafir
  • Sárameðferð
  • Byltuvarnir
  • Umhirða drena og stóma
  • Viðbrögð við óvæntri versnun

Hjúkrunarfræðingar eru bakhjarlar sjúklinga á sjúkrahóteli, annast eftirlit og fræðslu. Þeir úthluta herbergjum í samræmi við þarfir sjúklings við innritun á sjúkrahótelið. Almennt er ekki unnt að veita almenna aðhlynningu á herbergjum sjúklinga.


Í veitingasal á jarðhæð er borinn fram heitur matur í hádegi og á kvöldin.

Afgreiðslutími:

Virkir dagar

  • Morgunverður kl. 08:00-09:30
  • Hádegisverður kl. 12:00-13:30
  • Kvöldverður kl. 17:30-19:00

Helgar

  • Morgunverður kl. 08:30-10:00
  • Hádegisverður kl. 12:00-13:30
  • Kvöldverður kl. 17:30-19:00

Veitingasalur sjúkrahótelsins er eingöngu fyrir innritaða gesti sem dvelja á hótelinu.
Ekki er hægt að panta mat á herbergi nema við sérstakar aðstæður í samráði við hjúkrunarfræðinga.


Á sjúkrahótelinu er boðið upp á einbýli með tveimur rúmum og geta aðstandendur eða fylgdarmenn sjúklinga dvalið ásamt sjúklingi gegn gjaldi. Öll herbergi eru með sjónvarpi, síma og öryggishólfi. Aðgangur að interneti er innifalinn. Hótelið er reyk- veip- rafrettu- og vímulaust með öllu. Sé reykingar- og vímuefnabann ekki virt getur það orðið til brottvísunar.

Panta má herbergi með aðgengi fyrir hjólastóla auk þess sem eitt herbergi er sérútbúið fyrir mikið hreyfihamlaða, með lyftu í lofti yfir rúmi yfir á salerni og möguleika á að tengja aðliggjandi herbergi fyrir fylgdarfólk jafnt sem fjölskyldu.

Gott er að hafa samband við Sjúkrahótel áður en til dvalar kemur vegna einstaklinga með mikla færniskerðingu eða hjálpartækjaþörf svo að öryggi sjúklinga sé tryggt í dvölinni.

Salernisaðstaða inni á herbergjum:
Salernisaðstaða inni á herbergjum. Sérútbúið sjúklingaherbergi með lyftu á milli rúms og baðherbergi

Sérútbúið sjúklingaherbergi með lyftu á milli rúms og baðherbergi:
Sérútbúið sjúklingaherbergi með lyftu á milli rúms og baðherbergi

Í hverju herbergi eru tvö einbreið rúm:
Í hverju herbergi eru tvö einbreið rúm, sem hægt er að hafa samfest eða aðskilin. Hægt er að óska eftir ungbarnarúmi aukalega.

Í hverju herbergi eru tvö einbreið rúm sem hægt er að hafa samfest eða aðskilin. Hægt er að óska eftir ungbarnarúmi aukalega.

Rúmgott salerni með sturtu og sturtustól er í öllum herbergjum. Hjúkrunarfræðingar úthluta sérbúnum herbergjum með hjólastólaaðgengi eða sérhæfðum búnaði í samræmi við þarfir hverju sinni.

Búnaður:

  • Lesljós
  • Ísskápur
  • Sjónvarp
  • Hárþurrka
  • Sími
  • Þráðlaust net
  • Neyðarbjalla
  • Salerni
  • Sturta

Neyðarbjöllur á herbergjum eru eingöngu ætlaðar til notkunar ef aðkallandi vandi eða hætta er hjá sjúklingi. Ef sjúklingur þarfnast almennrar aðstoðar skal hringt í afgreiðslu í síma 5900700 eða með því að velja *1 í borðsíma herbergisins.

Aukarúm

Hægt er að fá til afnota aukarúm á herbergi ef fleiri en tveir gestir gista. Taka skal fram í beiðni ef óskað er eftir aukarúmum og gjarnan hvort óskað sé rimlarúms eða vöggu.

 

Herbergi sjúklinga:
Herbergi sjúklinga

Sameiginleg aðstaða gesta

Á sjúkrahóteli eru tvær setustofur eða samvistarrými með eldhúskrók. Sólstofa er á 4. hæð með fallegu útsýni yfir borgina. Þar er að finna gæða kaffi í boði hótelsins. Í eldhúskrók er örbylgjuofn, hitakanna, eldavél og ofn. Gestir ganga sjálfir frá eftir sig ef þeir nota eldhúsaðstöðu sjúkrahótels.

Kyrrðar- og næðisrými á 3. hæð:
Kyrrðar og næðisrými á þriðju hæð.

Sólstofa á 4. hæð:
Sólstofa á fjórðu hæð

 

 

  • Herbergi eru þrifin einu sinni í viku
  • Sorp er losað úr herbergjum daglega
  • Handklæðum skipt út þriðja hvern dag
  • Skipt er á rúmum vikulega

Á sjúkrahóteli eru sömu heimsóknartímar og annarsstaðar á Landspítala. Takmarkanir á heimsóknum er hagað í samræmi við ákvarðanir Landspítala hverju sinni.. Sjá almennann heimsóknartíma fyrir allan spítalann

Hafa þarf í huga að dvöl á sjúkrahóteli er hluti af batarferli sjúklinga og því mikilvægt að tryggja að þar sé friðsælt og virðing í hávegum höfð fyrir hvíldarþörf þeirra sem þar dvelja. Ró sé komin á í húsinu kl. 22:00.


Sjúkrahótelið fékk fékk 81% stiga í hönnunarvottun hússins og hlaut því svokallaða „Excellent“ einkunn samkvæmt BREEAM kerfinu. Er þetta hæsta einkunn sem bygging hefur fengið í BREEAM hönnunarvottun á Íslandi.

Horft var til umhverfisstjórnunar, heilsu og vellíðunar, orku, samgangna, vatns, byggingarefna, úrgangs, landnotkunar, vistfræði og mengunar. Sérstaklega var hugað að atriðum sem bættu innivist byggingarinnar, einkanlega hvað varðar loftgæði og val á byggingarefnum eins og gólfefnum, loftaefnum, málningu, lími og lökkum. Slík byggingarefni innihalda undir ákveðnum mörkum af rokgjörnum lífrænum efnum t.d. formaldehíði. Framkvæmdin skoraði hátt í aðgengi að vistvænum samgöngum svo sem góðri aðstöðu fyrir hjólandi og rafbílastæðum. Öruggar göngu- og hjólaleiðir verða einnig á Landspítalalóðinni.

Ítarefni um verkefnið, orkunotkun og aðra þætti sjálfbærnivottunar BREEAM má finna á vef Framkvæmdasýslu ríkisins.

Unnið er að úttekt á fullnaðarvottun.

Sjúkrahótel

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?