Leit
Loka

DAM teymi Landspítala

DAM-teymið er þverfaglegt teymi sem sinnir DAM meðferð. Teymisstjóri: Gunnhildur Gunnarsdóttir, sálfræðingur

Banner mynd fyrir  DAM teymi Landspítala

Staðsetning: Efstu hæð aðalbyggingar á Kleppi

Sími: 543 4200

Þeir sem eru í meðferð eða á biðlista hjá DAM teymi geta haft samband með því að senda fyrirspurn í gegnum Heilsuveru

 

 

Hagnýtar upplýsingar

  • Meginverkefni teymisins er að sinna einstaklingum með alvarlegan tilfinningavanda.
  • Í DAM teymi er beitt díalektískri atferlismeðferð (DAM- meðferð) sem er gagnreynt meðferðarúrræði sem þróað var af Marsha Linehan.
  • Í DAM meðferð er lögð áhersla á aukna meðvitund um hugsanir og tilfinningar (núvitund) og færni í tilfinningastjórn, samskiptum og streituþoli. Heildarmarkmið meðferðar er að stuðla að bættri samskiptafærni, tilfinningaviðbrögðum, hugsunum og hegðun í tengslum við vandamál í daglegu lífi.

Tímalengd meðferðar eru um sex mánuðir. Meðferðin samanstendur að lágmarki af DAM færniþjálfun sem er kennd í hóp einu sinni í viku og samhliða einstaklingsviðtölum einu sinni í viku.

  • Meðferðin er einstaklingsbundin og aðkoma ólíkra starfstétta er mismunandi hverju sinni.
  • Aðstandendafræðsla er í boði fyrir aðstandendur skjólstæðinga teymisins sem eru við það að ljúka DAM meðferð. Sjúklingar fá upplýsingar um fræðsluna undir lok meðferðar.

DAM meðferð skiptist í fjóra þætti:

  • Núvitund
    • Markmið núvitundar er að verða meðvitaðri um hugsanir, tilfinningar og líkamleg viðbrögð. Núvitundin hjálpar einnig við að njóta þess sem er og lifa lífinu með aukinni ánægju.
  • Streituþol
    • Kenndar eru aðferðir til að sefa erfiðar tilfinningar um stundarsakir svo hægt sé að beita hjálplegri leiðum til að ná tökum á streitu. Streituþolsfærni skiptist í tvo þætti annars vegar að þola við í erfiðum aðstæðum og tilfinningum án þess að gera þær verri og hins vegar að læra að gangast við raunveruleikanum eins og hann er í raun og veru.
  • Tilfinningastjórnun
    • Fræðsla um tilfinningar, bera kennsl á eigin tilfinningar, hlutverk þeirra og hvernig þær hafa áhrif á líkama okkar og hegðun. Auk þess eru kenndar aðferðir til þess að vinna með óvelkomnar tilfinningar.
  • Samskiptafærni
    • Kennd færni til að auka árangursrík samskipti, svo sem vinna með erfiðleika í samskiptum og leiðir til að byggja upp og rækta sambönd.

Tekið er við tilvísunum frá fagfólki innan og utan spítalans. Beiðnir berist til inntökuteymis ferliþjónustu

Bækur

  • Stop walking on eggshells. Höfundar: Mason og Kreger
  • Loving someone with Borderline Personality Disorder. Höfundur: Manning
  • Borderline Personality Disorder: A guide for the newly diagnosed. Höfundar: Chapman og Gratz

 

Vefsíður

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?