Leit
Loka

Námstími:            5 ár

Kennslustjóri:    Bertrand Andre Marc Lauth með netfangið: bertrand@landspitali.is 

 

Barna - og unglingageðdeild  Landspítalans býður upp á skipulagt sérnám í  barna - og unglingageðlækningum, sem samþykkt var af mats- og hæfisnefnd í apríl 2018.

Um er að ræða fimm ára viðurkennt nám (hlutanám eða fullt nám) sem byggt er á grunni alþjóðlegra leiðbeininga UEMS  (Union of European Medical Specialists) um sérnám í barna- og unglingageðlækningum.   Námið tekur mið af fyrirkomulagi sérnáms í geðlækningum á geðdeild Landspítala og fyrirkomulagi sérnáms í öðrum löndum svo sem Norðurlöndum, Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum.

 

Kennslustjórn og kennsluráð

 
Bertrand Lauth kennslustjóri
Björn Hjálmarsson yfirlæknir
Dagbjört Sigurðardóttir sérfræðilæknir
Engilbert Sigurðsson yfirlæknir á geðsviði, prófessor
Guðrún B. Guðmundsdóttir sérfræðilæknir
Haukur Ö Pálmason sálfræðingur
Margrét Valdimarsdóttir sérfræðilæknir
Hrefna S. Einarsdóttir sérnámslæknir

 

 

Lengd viðurkennds náms (hlutanám eða fullt nám)  5 ár miðað við 100% vinnu

 

BUGL:                     42 mánuðir (3,5 ár) þar af 24 mánuðir á göngudeild, 12 mánuðir á legudeild og 6 mánuðir val (gæðaverkefni/rannsóknarverkefni), vaktir

Fullorðisgeðdeild:    12 mánuðir

Barnaspítali:             6 mánuðir

Marklýsing sérnámsins

Vikuleg handleiðsla í 45 60 mínútur í senn hjá sérfræðilækni á BUGL

Hálfur dagur í viku er ætlaður til fræðilegs náms

Þátttaka í seminar í barna og unglingageðlækningum á BUGL

Þátttaka í kennslu (læknanema) og fræðslu fyrir starfsmenn á BUGL

Samvinna við aðrar deildir og aðrar stofnanir

Handleiðsla í daglegu starfi á deildum

Náms og kennslugögn hafa verið keypt af BUGL

 

Matskerfi:

2 árleg próf og eyðublöð

Skráningarkerfi:    Loggbók (sérnámsbók)

Próf:

Bandarískt stöðupróf: American College of Psychiatrists' Child Psychiatry Resident In Training
Examination (CHILD PRITE)

Klínískt próf, samkvæmt matstæki Child and Adolescent Psychiatry CLINICAL SKILLS
EVALUATION FORM (CAP CSV v.2). American Board of Psychiatry and Neurology.

 

Árlegt framvindumat: Mat handleiðara og mat kennslustjóra, eyðublöð

 

Lausar námsstöður er auglýstar sameiginlega með öðrum námsstöðum á spítalanum með samræmdu ráðningarferli í kjölfarið í september og janúar ár hvert.Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?