Leit
Loka

Endurhæfingarteymi fyrir krabbameinsgreinda

Á Landspítalanum starfar fjölfaglegt teymi sem annast endurhæfingu sjúklinga sem greinst hafa með krabbamein. Teymið er skipað af forstöðumanni krabbameinsþjónustu og hefur aðsetur á Hringbraut. Lögð er áhersla á að sinna þörfum sjúklinga fyrir endurhæfingu óháð meðferð og sjúkdómsstigi, en í forgangi eru þeir sem eru með erfið og fjölþátta einkenni sem hafa mikil áhrif á daglegt líf og lífsgæði.

Banner mynd fyrir Endurhæfingarteymi fyrir krabbameinsgreinda

Staðsetning: Hringbraut
Teymisstjóri og starfsmaður teymis: Sigurður Hilmarsson, sjúkraþjálfari, sigurdhi@landspitali.is

Hagnýtar upplýsingar

Á Landspítalanum starfar fjölfaglegt teymi sem annast endurhæfingu sjúklinga sem greinst hafa með krabbamein. Teymið er skipað af framkvæmdastjóra lyflækningasviðs og hefur aðsetur á Hringbraut. 
 
Lögð er áhersla á að sinna þörfum sjúklinga fyrir endurhæfingu óháð meðferð og sjúkdómsstigi, en í forgangi eru þeir sem eru með erfið og fjölþátta einkenni sem hafa mikil áhrif á daglegt líf og lífsgæði.

Eitt af hlutverkum Endurhæfingarteymis fyrir sjúklinga sem greinst hafa með krabbamein er að veita, ráðgjöf, fræðslu og kennslu, sem getur m.a. verið í formi fyrirlestra og útgáfu fræðsluefnis fyrir sjúklinga og aðstandendur. 

Hér er í glærukynningarformi, fræðsla um krabbameinstengda þreytu, sem er algengasta einkennið sem einstaklingar sem greinst hafa með krabbamein finna fyrir. Efnið er þýtt og staðfært úr erlendum leiðbeiningum og unnið í samvinnu við íslenska einstaklinga sem hafa greinst með krabbamein.


Fræðsluefni um krabbameinstengda þreytu
PDF)

Einnig er hægt að nálgast sama efni á Power Point formi með því smella hér og vista á tölvunni ykkar

Markmið endurhæfingar á Landspítalanum er

 • að aðstoða einstaklinginn við að endurheimta og viðhalda sem bestri virkni, heilsu og lífsgæðum innan þeirra takmarkana sem sjúkdómurinn og meðferðin setur honum hverju sinni.
 • að sjúklingar sem hafa greinst með krabbamein fái einstaklingshæfða og árangursríka alhliða endurhæfingu þar sem unnið er með afleiðingar sjúkdóms og meðferðar.
 • að þjónustan sé heildræn, fjölþætt, gagnreyndri þekkingu sé beitt og samvinnan sé góð.
 

Gerð er einstaklingshæfð áætlun um endurhæfingu með hverjum einstaklingi, sem byggist á mati á líðan hans og þeim áskorunum sem hann þarf að takast á við í kjölfar sjúkdóms og meðferðar.

Veitt er fræðsla og stuðningur og vísað á möguleg úrræði til endurhæfingar innan og utan Landspítala.

Áætluninni um endurhæfingu er fylgt eftir með viðtali og/eða símtali (eftir 6-8 vikur), þar sem metinn er árangur endurhæfingar. Sjúklingur útskrifast úr þjónustu teymisins þegar mögulegt er.

Ráðgjöf og fræðsla

 • Teymið veitir ráðgjöf, fræðslu og kennslu til sjúklinga, aðstandenda, starfsfólks, nema og almennings á sviði endurhæfingar krabbameinssjúklinga.

Þróun og rannsóknir

 • Teymið tekur þátt í þróun þjónustu fyrir endurhæfingu sjúklinga með krabbamein.
  Teymið þróar klínískar leiðbeiningar um alhliða endurhæfingu krabbameinssjúklinga á mismunandi stigum sjúkdóms.
  Teymið sinnir rannsóknum á sviði endurhæfingar krabbameinssjúklinga.

Samstarf

 • Teymið leggur áherslu á gott samstarf um endurhæfingu innan sem utan Landspítala.
 • Teymið fylgist með þróun í endurhæfingarmálum krabbameinssjúklinga erlendis og kemur með nýjar hugmyndir til framfara.

Beiðnir skulu berast til teymisins í gegnum Sögukerfið. Leiðbeiningar fyrir starfsfólk um mat og tilvísun, eru í Gæðahandbók LSH. Starfsmenn teymisins meta beiðnina innan vikutíma og svara henni skriflega.

 


Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?