Leiðbeiningar um erfðaráðgjöf í Landspítalaappinu
Hægt er að senda beiðni um tímabókun í erfðaráðgjöf hjá erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala gegnum Landspítalaappið.
Ef leitað er til okkar vegna þekktrar erfðabreytingar þarf að tilgreina sjúkdóm, gen og nánasta ættingja sem ber sjúkdómsvaldandi breytingu.
Ef mikil saga er um sjúkdóm innan ættar án þess að erfðabreyting sé þekkt er líklegt að beiðni verði hafnað, nema til okkar leiti einstaklingar með einkenni sjúkdóms.
Mjög mikilvægt er að útskýra erindið vel í beiðninni, annars má búast við því að erindinu verði hafnað.
Hálftómum beiðnum verður hafnað!
Ekki er leyfilegt að senda beiðni fyrir annan einstakling en sjálfan sig, nema um sé að ræða barn í forsjá foreldris.
Hægt er að sækja Landspítalaappið á Google Play Store og Apple Store eða með því að taka mynd af QR kóðanum hér á síðunni.
Það þarf rafræn skilríki til að geta notað appið.
Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar í níu skrefum sem mikilvægt er að fara eftir:
Í appinu velur þú “Samskipti”, eftir það velur þú “Óska eftir þjónustu”.
Þar sem stendur „Veldu þjónustu“ smellir þú á og velur í fellilistanum „Erfðaráðgjöf“.
Að lokum smellir þú á hnappinn „Óska eftir þjónustu“.
Sjá skýringarmyndir hér fyrir neðan:
Skömmu síðar berst þér spurningarlisti í appið sem er nauðsynlegt að svara svo beiðnin þín verði tekin fyrir. Spurningarlistann finnur þú á sömu skjámynd undir hnappnum „Spurningalistar“.
Þegar beiðni og spurningarlistinn hefur verið móttekin, verður farið yfir beiðnina með tilliti til þess hvort þér býðst tími eða ekki.
ATH! Ekki eru alltaf forsendur til að bjóða erfðaráðgjöf. Allar beiðnir sem berast verða teknar fyrir. Haft verður samband með næstu skref.
Á sama hátt og lýst er hér fyrir ofan má óska eftir spurningalista fyrir briseftirlit.
Fyrir börn undir 16 ára þurfa foreldrar eða forráðamenn að skrá sig inn í Landspítalaappið sem umboðsaðilar. Það er gert með því að ýta á "Meira" hnappinn neðst í hægra horni appsins, þar sem birtist valkosturinn "Skrá inn sem umboðsaðili".
Ungmenni 16–18 ára skrá sig sjálf inn í appið með rafrænum skilríkjum, þar sem þau hafa náð sjálfræðisaldri í heilbrigðisþjónustu.
Apple Store
Google Play
Appið er aðgengilegt fyrir Android síma og Iphone síma á Google Play og Apple Store undir nafninu „Landspítali“. Hægt er að ná í appið með því að skanna QR kóða hér fyrir ofan eða smella á ikonin hér fyrir neðan.
Eða
Smelltu hér til að sækja fyrir iPhone
Smelltu hér til að sækja fyrir Android