Leit
Loka

Stuðnings- og ráðgjafarteymi langveikra barna með sjaldgæfa sjúkdóma

Teymið veitir heildræna þjónustu með fjölskyldumiðaða nálgun í huga.

Banner mynd fyrir  Stuðnings- og ráðgjafarteymi langveikra barna með sjaldgæfa sjúkdóma

Hvernig er best að ná í okkur?

Tímapantanir og fyrirspurnir til teymis skulu berast í tölvupósti á netfangið studningur@landspitali.is eða símleiðis í síma 543 3724.

Ef um neyðartilvik er að ræða, hafið samband við 112 eða snúið ykkur til bráðamóttöku barna.

Hagnýtar upplýsingar

Teymið svarar öllum beiðnum. Teymið þjónustar börn með miklar umönnunarþarfir, m.a. vegna sjaldgæfra sjúkdóma.


Þjónusta teymisins felst m.a. í stuðningi meðan á greiningarferli stendur, aðstoð við úrvinnslu áfalla, aðstoð við að byggja upp daglegt líf sem hentar barni og fjölskyldu, aðstoð við að finna og upplýsa fjölskyldur um viðeigandi úrræði og stuðning sem í boði er, upplýsingar um réttindi foreldra/fjölskyldu og aðstoð við að sækja þau réttindi. Teymið getur einnig komið að samstarfi við og stuðlað að góðri þjónustu í nærumhverfi fjölskyldu.
  • Hafdís Þorsteinsdóttir félagsráðgjafi
  • Helga Jónasdóttir þroskaþjálfi

Ferli þjónustu

 

Ferli þjónustu við langveik börn með sjaldgæfa sjúkdóma

 

 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?