Íbúðir fyrir sjúklinga og aðstandendur
Sjúklingum og aðstandendum þeirra standa til boða nokkrar íbúðir sem Landspítali hefur yfir að ráða eða umsjón með. Íbúðirnar eru búnar húsgögnum og nauðsynlegustu áhöldum til heimilishalds.
Geðverndarfélag Íslands / Barna- og unglingageðdeild (BUGL)
Tengiliður: Þórunn Haraldsdóttir, ritari barnadeildar, s. 543 4355.
Kleppsvegur 4
Krabbameinsfélag Íslands ásamt fleiri félagasamtökum
býður krabbameinssjúkum og aðstandendum þeirra af landsbyggðinni afnot af 8 íbúðum í Reykjavík meðan á meðferð þeirra stendur gegn vægu gjaldi. Sótt er um afnot af íbúðunum á móttöku Geislameðferðardeildar í síma 543 6800.
Staðsetning: Rauðarárstígur 33 (8 íbúðir)
Sjúkrahótel Landspítala
Sjúkrahótel Landspítala er ætlað sjúklingum sem teljast í þörf fyrir dvöl á sjúkrahóteli í tengslum við heilbrigðisþjónustu og aðstandendur þeirra eftir því sem við á. Læknir sendir beiðni fyrir hönd sjúklings um dvöl á sjúkrahóteli.
Barnaspítali Hringsins - Íbúðir fyrir aðstandendur
Foreldra/aðstandendur búsettir á landsbyggðinni geta leigt íbúð á meðan barnið þeirra dvelur á spítalanum.
Íbúðirnar eru í eigu Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og Barnaspítala Hringsins.
Foreldra/aðstandendur búsettir á landsbyggðinni geta leigt íbúð á meðan barnið þeirra dvelur á spítalanum.
Íbúðirnar eru í eigu Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og Barnaspítala Hringsins.
Hægt er að sækja um íbúð með því að senda tölvupóst. Eftirfarandi þarf að koma fram í tölvupóstinum:
Nafn:
Kennitala:
Heimilisfang:
Póstnúmer:
Staður:
Símanúmer:
Netfang:
Nafn barns:
Kennitala barns:
Fjöldi fullorðna:
Fjöldi barna:
Fjöldi barna 0-2ára:
Tímabil:
Lyftuhúsnæði:
Aðrar athugasemdir:
Netfang: mottakabh@landspitali.is