Leit
Loka

Líknarráðgjafateymi

Líknarráðgjafateymið er sérhæfð líknarþjónusta og sinnir ráðgjöf innan og utan Landspítala. Meginhlutverk þess er að vera heilbrigðisstarfsfólki til ráðgjafar við mat og meðferð einkenna sem koma fram í veikindum, vegna erfiðleika í samskiptum og vegna útskrifta þegar þörf er á sérhæfðri heimaþjónustu eða innlögn á líknardeild.

Banner mynd fyrir  Líknarráðgjafateymi

Hagnýtar upplýsingar

Líknarmeðferð er veitt í þeim tilgangi að bæta líðan og lífsgæði sjúklinga sem eru með langvinna og lífsógnandi sjúkdóma, t.d. krabbamein, hjarta-, lungna-, tauga-, og nýrnasjúkdóma.

Markmiðið er að fyrirbyggja og meðhöndla einkenni og vanlíðan vegna sjúkdóms og sjúkdómsmeðferðar eins snemma og auðið er. Það á einnig við um andlegar, sálrænar og félagslegar afleiðingar veikindanna.

Líknarmeðferð er hægt að veita frá greiningu sjúkdóms og samhliða annarri meðferð.

Í líknarmeðferð er lögð áhersla á:

  • samræður um stöðu sjúkdóms, hvert stefna eigi í meðferð og óskir sjúklings
  • að meta líðan og þarfir sjúklings og fjölskyldu hans
  • að fyrirbyggja og meðhöndla einkenni
  • að styðja sjúkling og fjölskyldu hans til að takast á við breyttar aðstæður
  • samstarf heilbrigðisstarfsfólks

Hlutverk líknarráðgjafateymis

Líknarráðgjafateymið er sérhæfð líknarþjónusta og sinnir ráðgjöf innan og utan Landspítala. Meginhlutverk þess er að vera heilbrigðisstarfsfólki til ráðgjafar við mat og meðferð einkenna sem koma fram í veikindum, vegna erfiðleika í samskiptum og vegna útskrifta þegar þörf er á sérhæfðri heimaþjónustu eða innlögn á líknardeild.  

Líknarráðgjafateymið veitir einnig  sjúklingum og aðstandendum beina ráðgjöf og stuðning á göngudeild og með símaeftirfylgd.
Teymið sinnir kennslu, rannsóknum og þróun á sviði líknarmeðferðar.

Beiðnir

Allar fagstéttir geta leitað til teymisins.  
Beiðnir skal senda á líknarráðgjafateymi sem ,,beiðni um ráðgjöf” í Sögu. Starfmenn teymisins meta beiðnina innan sólarhrings. 

Starfsmenn líknarráðgjafateymis

Arna Dögg Einarsdóttir, yfirlæknir líknardeildar og HERU, arnae@landspitali.is
Katrín Edda Snjólaugsdóttir hjúkrunarfræðingur, MSc, s. 620 1518, katrinsn@landspitali.is

Kristín Jóhanna Þorbergsdóttir hjúkrunarfræðingur, s. 825 0951, kthorb@landspitali.is

Kristín Lára Ólafsdóttir, sérfræðingur í líknarhjúkrun, MSc,  s. 825 5114, kristinl@landspitali.is

Tölvupóstfang teymis

liknarteymi@landspitali.is

Aðrir í líknarráðgjafateymi

Valgerður Sigurðardóttir yfirlæknir, krabbameins- og líknarlæknir
Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir sjúkrahúsprestur
Jóhanna Hildur Jónsdóttir, sérfræðingur í almennum lyflækningum

 
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?